Breytir miklu fyrir farsímanotendur 26. júlí 2006 07:00 Með farsímann á lofti Lækkun á gjöldum fyrir farsíma skipta notendur miklu máli. MYND/AP Fjarskipti Póst- og fjarskiptastofnun ákvað í gær að leggja þær skyldur á farsímafélögin, að lækka og jafna gjaldskrá fyrir lúkningarverð í eigin GSM-farsímaneti, í 7,49 krónur á mínútu. Með lúkningu er skírskotað til þess hjá hvaða símafélagi símtali lýkur, en símafélögin hafa veitt hvort öðru þjónustuna og taka mismunandi gjöld fyrir símtöl milli neta. Breytingin ætti því að skila sér í lægra símnotkunargjaldi, sem er markmiðið að baki ákvörðuninni. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir um mikla hagsbót vera að ræða fyrir neytendur. Símafyrirtækin fá tvö ár til þess að aðlagast þessum breytingum á heildsölugjaldskrá. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir neytendur, þar sem meginforsendan fyrir mismunandi verðlagningu innan og utan neta, verður ekki til staðar eftir að þessi lækkun hefur gengið í gegn. Lúkningarverð Símans er í dag 8,92 krónur á mínútu og tengigjaldið 0,68 krónur. Hjá Og Vodafone er meðal lúkningargjaldið 12,1 krónur á mínútuna og tengigjaldið 0,99 krónur. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, fagnar breytingunni. Við teljum þessa breytingu vera til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, og fögnum henni. Og Vodafone, sem staðið hefur fyrir öflugri samkeppni í fjarskiptum og átt stóran þátt í því að lækka verð til neytenda, styður heilshugar allar aðgerðir sem eru til hagsbóta fyrir þá. Og Vodafone hefur hins vegar verulegar áhyggjur af því að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, um lúkningarverð í farsímakerfum, komi til með að draga úr samkeppni til lengri tíma. Fyrirtækið telur að stofnunina skorti fullnægjandi forsendur enda byggir hún á verðsamanburði við stór alþjóðleg fyrirtæki. Þá liggur fyrir að Eftirlitsstofnun EFTA gerði alvarlegar athugasemdir við aðferðafræði Póst- og fjarskiptastofnunar, segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone. Hann segir jafnframt að af þessum sökum íhugi Og Vodafone alvarlega að skjóta málinu til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Samkvæmt ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar leggst tengigjaldið alfarið af. Fyrsta lækkun á lúkningargjaldinu er 1. september á þessu ári, önnur lækkun 1. júní á næsta ári, þriðja lækkun 1. desember sama ár og síðasta lækkun 1. júní 2008. Innlent Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Sjá meira
Fjarskipti Póst- og fjarskiptastofnun ákvað í gær að leggja þær skyldur á farsímafélögin, að lækka og jafna gjaldskrá fyrir lúkningarverð í eigin GSM-farsímaneti, í 7,49 krónur á mínútu. Með lúkningu er skírskotað til þess hjá hvaða símafélagi símtali lýkur, en símafélögin hafa veitt hvort öðru þjónustuna og taka mismunandi gjöld fyrir símtöl milli neta. Breytingin ætti því að skila sér í lægra símnotkunargjaldi, sem er markmiðið að baki ákvörðuninni. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir um mikla hagsbót vera að ræða fyrir neytendur. Símafyrirtækin fá tvö ár til þess að aðlagast þessum breytingum á heildsölugjaldskrá. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir neytendur, þar sem meginforsendan fyrir mismunandi verðlagningu innan og utan neta, verður ekki til staðar eftir að þessi lækkun hefur gengið í gegn. Lúkningarverð Símans er í dag 8,92 krónur á mínútu og tengigjaldið 0,68 krónur. Hjá Og Vodafone er meðal lúkningargjaldið 12,1 krónur á mínútuna og tengigjaldið 0,99 krónur. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, fagnar breytingunni. Við teljum þessa breytingu vera til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, og fögnum henni. Og Vodafone, sem staðið hefur fyrir öflugri samkeppni í fjarskiptum og átt stóran þátt í því að lækka verð til neytenda, styður heilshugar allar aðgerðir sem eru til hagsbóta fyrir þá. Og Vodafone hefur hins vegar verulegar áhyggjur af því að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, um lúkningarverð í farsímakerfum, komi til með að draga úr samkeppni til lengri tíma. Fyrirtækið telur að stofnunina skorti fullnægjandi forsendur enda byggir hún á verðsamanburði við stór alþjóðleg fyrirtæki. Þá liggur fyrir að Eftirlitsstofnun EFTA gerði alvarlegar athugasemdir við aðferðafræði Póst- og fjarskiptastofnunar, segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone. Hann segir jafnframt að af þessum sökum íhugi Og Vodafone alvarlega að skjóta málinu til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Samkvæmt ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar leggst tengigjaldið alfarið af. Fyrsta lækkun á lúkningargjaldinu er 1. september á þessu ári, önnur lækkun 1. júní á næsta ári, þriðja lækkun 1. desember sama ár og síðasta lækkun 1. júní 2008.
Innlent Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Sjá meira