Breytir miklu fyrir farsímanotendur 26. júlí 2006 07:00 Með farsímann á lofti Lækkun á gjöldum fyrir farsíma skipta notendur miklu máli. MYND/AP Fjarskipti Póst- og fjarskiptastofnun ákvað í gær að leggja þær skyldur á farsímafélögin, að lækka og jafna gjaldskrá fyrir lúkningarverð í eigin GSM-farsímaneti, í 7,49 krónur á mínútu. Með lúkningu er skírskotað til þess hjá hvaða símafélagi símtali lýkur, en símafélögin hafa veitt hvort öðru þjónustuna og taka mismunandi gjöld fyrir símtöl milli neta. Breytingin ætti því að skila sér í lægra símnotkunargjaldi, sem er markmiðið að baki ákvörðuninni. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir um mikla hagsbót vera að ræða fyrir neytendur. Símafyrirtækin fá tvö ár til þess að aðlagast þessum breytingum á heildsölugjaldskrá. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir neytendur, þar sem meginforsendan fyrir mismunandi verðlagningu innan og utan neta, verður ekki til staðar eftir að þessi lækkun hefur gengið í gegn. Lúkningarverð Símans er í dag 8,92 krónur á mínútu og tengigjaldið 0,68 krónur. Hjá Og Vodafone er meðal lúkningargjaldið 12,1 krónur á mínútuna og tengigjaldið 0,99 krónur. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, fagnar breytingunni. Við teljum þessa breytingu vera til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, og fögnum henni. Og Vodafone, sem staðið hefur fyrir öflugri samkeppni í fjarskiptum og átt stóran þátt í því að lækka verð til neytenda, styður heilshugar allar aðgerðir sem eru til hagsbóta fyrir þá. Og Vodafone hefur hins vegar verulegar áhyggjur af því að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, um lúkningarverð í farsímakerfum, komi til með að draga úr samkeppni til lengri tíma. Fyrirtækið telur að stofnunina skorti fullnægjandi forsendur enda byggir hún á verðsamanburði við stór alþjóðleg fyrirtæki. Þá liggur fyrir að Eftirlitsstofnun EFTA gerði alvarlegar athugasemdir við aðferðafræði Póst- og fjarskiptastofnunar, segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone. Hann segir jafnframt að af þessum sökum íhugi Og Vodafone alvarlega að skjóta málinu til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Samkvæmt ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar leggst tengigjaldið alfarið af. Fyrsta lækkun á lúkningargjaldinu er 1. september á þessu ári, önnur lækkun 1. júní á næsta ári, þriðja lækkun 1. desember sama ár og síðasta lækkun 1. júní 2008. Innlent Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Sjá meira
Fjarskipti Póst- og fjarskiptastofnun ákvað í gær að leggja þær skyldur á farsímafélögin, að lækka og jafna gjaldskrá fyrir lúkningarverð í eigin GSM-farsímaneti, í 7,49 krónur á mínútu. Með lúkningu er skírskotað til þess hjá hvaða símafélagi símtali lýkur, en símafélögin hafa veitt hvort öðru þjónustuna og taka mismunandi gjöld fyrir símtöl milli neta. Breytingin ætti því að skila sér í lægra símnotkunargjaldi, sem er markmiðið að baki ákvörðuninni. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir um mikla hagsbót vera að ræða fyrir neytendur. Símafyrirtækin fá tvö ár til þess að aðlagast þessum breytingum á heildsölugjaldskrá. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir neytendur, þar sem meginforsendan fyrir mismunandi verðlagningu innan og utan neta, verður ekki til staðar eftir að þessi lækkun hefur gengið í gegn. Lúkningarverð Símans er í dag 8,92 krónur á mínútu og tengigjaldið 0,68 krónur. Hjá Og Vodafone er meðal lúkningargjaldið 12,1 krónur á mínútuna og tengigjaldið 0,99 krónur. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, fagnar breytingunni. Við teljum þessa breytingu vera til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, og fögnum henni. Og Vodafone, sem staðið hefur fyrir öflugri samkeppni í fjarskiptum og átt stóran þátt í því að lækka verð til neytenda, styður heilshugar allar aðgerðir sem eru til hagsbóta fyrir þá. Og Vodafone hefur hins vegar verulegar áhyggjur af því að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, um lúkningarverð í farsímakerfum, komi til með að draga úr samkeppni til lengri tíma. Fyrirtækið telur að stofnunina skorti fullnægjandi forsendur enda byggir hún á verðsamanburði við stór alþjóðleg fyrirtæki. Þá liggur fyrir að Eftirlitsstofnun EFTA gerði alvarlegar athugasemdir við aðferðafræði Póst- og fjarskiptastofnunar, segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone. Hann segir jafnframt að af þessum sökum íhugi Og Vodafone alvarlega að skjóta málinu til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Samkvæmt ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar leggst tengigjaldið alfarið af. Fyrsta lækkun á lúkningargjaldinu er 1. september á þessu ári, önnur lækkun 1. júní á næsta ári, þriðja lækkun 1. desember sama ár og síðasta lækkun 1. júní 2008.
Innlent Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Sjá meira