Framkvæmdum við tónlistarhús frestað 26. júlí 2006 07:30 Lóð Tónlistar- og ráðstefnuhúss Ríkisstjórnin vill fresta framkvæmdunum um eitt ár til að sporna gegn þenslu og hvetja um leið aðra til að hægja á dýrum framkvæmdum. Kostnaður við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið er áætlaður 12.5 milljarðar króna. MYND/Stefán Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn verður að líkindum ekki risið í byrjun árs 2009 líkt og áætlað var. Ríkisstjórnin vill fresta framkvæmdunum og innan fárra daga munu fulltrúar ríkisins, Reykjavíkurborgar og fyrirtækisins Portus group ganga frá málinu. Portus group er í eigu Landsbankans, Nýsis og Íslenskra aðalverktaka og varð hlutskarpast í útboði vegna hönnunar, byggingar og reksturs Tónlistar- og ráðstefnuhúss. Stjórn Portus hefur, fyrir sitt leyti, samþykkt að hægja á eða breyta framkvæmdaáætlun. Portus vill axla sína ábyrgð varðandi stjórnun efnahagsmála, sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, þegar hún kynnti málið eftir ríkisstjórnarfund í gær. Þorgerður sagði óformlegar viðræður hafa farið fram um frestun framkvæmda en eftir eigi að ganga formlega frá málinu. Samningar um framkvæmdir voru undirritaðir í mars á þessu ári og þeim þarf að rifta formlega eða breyta ákvæðum þeirra. Við erum stöðugt með hugann við efnahagsmálin og viljum senda þessi skilaboð til annarra í samfélaginu, sagði Þorgerður og benti á að það væri ekki aðeins hið opinbera sem framkvæmdi heldur líka einkaaðilar. Hvatti hún þá til að hugsa sinn gang og athuga hvað þeir gætu gert til að hægja á þenslunni og gera stöðugleikann varanlegan. Stefán Þórarinsson, sem situr í stjórn Portus, segir fyrirtækið taka því jákvætt að ræða við ríkisstjórnina um þetta mál, en hann þurfi að skoða efnisatriði betur til að tjá sig meira um það. Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknar, segir ekki skipta öllu máli þó að opnun hússins sé frestað um einhvern tíma ef það verði til þess að komið sé til móts við raddir sem vilja gæta að aðhaldi í ríkisbúskapnum. Verklegar framkvæmdir við tónlistar- og ráðstefnuhúsið eru þegar byrjaðar en áætlanir gerðu ráð fyrir að þeim lyki árið 2008. Í fjárhagsáætlun var ráðgert að framkvæmdirnar kostuðu rúma tólf milljarða króna. Er þá ekki talinn kostnaður við hótel sem reisa á í tengslum við tónlistar- og ráðstefnuhúsið. Spurð um afstöðu ráðherra menningarmála til frestunarinnar sagði Þorgerður Katrín mest um vert að húsið muni rísa, og væntanlega ekki síðar en vorið 2010. Sagði hún efnahagsaðgerðir aðkallandi enda stöðugleiki í efnahagsmálum forsenda öflugrar starfsemi í tónlistarhúsinu, og menningarstofnunum almennt. Innlent Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Sjá meira
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn verður að líkindum ekki risið í byrjun árs 2009 líkt og áætlað var. Ríkisstjórnin vill fresta framkvæmdunum og innan fárra daga munu fulltrúar ríkisins, Reykjavíkurborgar og fyrirtækisins Portus group ganga frá málinu. Portus group er í eigu Landsbankans, Nýsis og Íslenskra aðalverktaka og varð hlutskarpast í útboði vegna hönnunar, byggingar og reksturs Tónlistar- og ráðstefnuhúss. Stjórn Portus hefur, fyrir sitt leyti, samþykkt að hægja á eða breyta framkvæmdaáætlun. Portus vill axla sína ábyrgð varðandi stjórnun efnahagsmála, sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, þegar hún kynnti málið eftir ríkisstjórnarfund í gær. Þorgerður sagði óformlegar viðræður hafa farið fram um frestun framkvæmda en eftir eigi að ganga formlega frá málinu. Samningar um framkvæmdir voru undirritaðir í mars á þessu ári og þeim þarf að rifta formlega eða breyta ákvæðum þeirra. Við erum stöðugt með hugann við efnahagsmálin og viljum senda þessi skilaboð til annarra í samfélaginu, sagði Þorgerður og benti á að það væri ekki aðeins hið opinbera sem framkvæmdi heldur líka einkaaðilar. Hvatti hún þá til að hugsa sinn gang og athuga hvað þeir gætu gert til að hægja á þenslunni og gera stöðugleikann varanlegan. Stefán Þórarinsson, sem situr í stjórn Portus, segir fyrirtækið taka því jákvætt að ræða við ríkisstjórnina um þetta mál, en hann þurfi að skoða efnisatriði betur til að tjá sig meira um það. Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknar, segir ekki skipta öllu máli þó að opnun hússins sé frestað um einhvern tíma ef það verði til þess að komið sé til móts við raddir sem vilja gæta að aðhaldi í ríkisbúskapnum. Verklegar framkvæmdir við tónlistar- og ráðstefnuhúsið eru þegar byrjaðar en áætlanir gerðu ráð fyrir að þeim lyki árið 2008. Í fjárhagsáætlun var ráðgert að framkvæmdirnar kostuðu rúma tólf milljarða króna. Er þá ekki talinn kostnaður við hótel sem reisa á í tengslum við tónlistar- og ráðstefnuhúsið. Spurð um afstöðu ráðherra menningarmála til frestunarinnar sagði Þorgerður Katrín mest um vert að húsið muni rísa, og væntanlega ekki síðar en vorið 2010. Sagði hún efnahagsaðgerðir aðkallandi enda stöðugleiki í efnahagsmálum forsenda öflugrar starfsemi í tónlistarhúsinu, og menningarstofnunum almennt.
Innlent Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Sjá meira