Innlent

Segir skilyrðin engu breyta

Gunnar Smári Egilsson segir aldrei hafa staðið til að tengja dótturfélög Dagsbrúnar með því móti sem eftirlitið setur skilyrði um.
Gunnar Smári Egilsson segir aldrei hafa staðið til að tengja dótturfélög Dagsbrúnar með því móti sem eftirlitið setur skilyrði um.

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, um að setja samruna Dagsbrúnar og Securitas ákveðin skilyrði, breytir engu um starfsemi Securitas eða Dagsbrúnar, segir Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar.

Samþykktin var táknræn fórn til eftirlitsstofnana ríkisvaldsins. Þessi skilyrði hafa engin áhrif á starfsemi fyrirtækisins, bæta á engan hátt samkeppni á markaðnum og vernda neytendur á engan hátt.

Í janúar á þessu ári keypti Dagsbrún hf. allt hlutafé í Securitas hf.

Samkeppniseftirlitið hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að samruninn geti takmarkað núverandi samkeppni og möguleika nýrra aðila til að koma inn á öryggisþjónustumarkaðinn, auk þess að hann geti leitt til samtvinnunar þjónustu af mismunandi þjónustumörkuðum með tilheyrandi ógagnsæi í verðlagningu og hömlum á samkeppni. Því var samrunanum sett tvö skilyrði. Annars vegar að Securitas er óheimilt að gera það að skilyrði fyrir kaupum á þjónustu sem félagið veitir að einhver þjónusta annars dótturfélags Dagsbrúnar fylgi með í kaupunum.

Hins vegar þurfi verð hverrar þjónustu að koma fram í tilboði, bjóði Securitas sína þjónustu ásamt þjónustu annars dótturfélags Dagsbrúnar.

Gunnar Smári segir að aldrei hafi staðið til að tengja dótturfélög Dagsbrúnar með því móti sem Samkeppniseftirlitið setur skilyrði sín um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×