Innlent

Verulega dregur úr nýskráningum bíla

Neysluæðinu hvergi lokið Sprenging varð í sölu nýrra bíla í fyrra en það bliknar í samanburði við yfirstandandi ár.
Neysluæðinu hvergi lokið Sprenging varð í sölu nýrra bíla í fyrra en það bliknar í samanburði við yfirstandandi ár. MYND/Vilhelm

Sala nýrra bíla það sem af er þessu ári er umtalsvert meiri en fyrir ári síðan en tæplega þúsund fleiri bílar hafa verið seldir nú en þá sem þó var algjört metár hvað sölu á nýjum bílum snerti.

Hafa 20.225 bílar verið nýskráðir það sem af er þessu ári en 19.280 bílar á sama tíma árið 2005, en það er tæplega fimm prósentum meiri sala. Blikur eru þó á lofti því síðasta mánuðinn hefur verulega dregið úr nýskráningum. Almenningur virðist þannig vera farinn að halda að sér höndum og hefur til að mynda innflutningur á stórum jeppum og pallbílum frá Bandaríkjunum nánast stöðvast.

Aðeins tæpur þriðjungur ný­skráðra bíla á yfirstandandi ári er með dísilvél, samkvæmt tölum Umferðarstofu. Rúmlega tuttugu rafmagnsbílar hafa verið seldir í ár sem er svipað og í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×