Innlent

200 ferðir með sjúklinga á dag

Um 200 ferðir eru farnar á dag með sjúklinga á Landspítalanum sem þurfa að fara í myndatökur, hjartalínurit eða aðrar rannsóknir.

Þetta kemur fram í vefriti skrifstofu tækni og eigna á LSH sem sér um þessa sjúkraflutninga. Þeir skiptast þannig að um 130 ferðir eru farnar á dag á Hringbraut og um 70 í Fossvogi. Samtals er 50 deildum spítalans veitt þessi þjónusta. Langar vegalendir eru farnar á Hringbraut og getur flutningur tekið allt að 15 mínútur.Hjá sjúklingaflutningum eru níu starfsmenn, fjórir í Fossvogi og fimm á Hringbraut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×