Innlent

Farþegarnir blandast áfram

Leifsstöð Til að ná utan um blöndun komu- og brottfararfarþega mun fara fram vopnaleit á farþegum frá Bandaríkjunum.
Leifsstöð Til að ná utan um blöndun komu- og brottfararfarþega mun fara fram vopnaleit á farþegum frá Bandaríkjunum.

Eftir að breytingum á Flugstöð Leifs Eiríkssonar lýkur í vor eiga komu- og brottfarar­farþegar enn eftir að blandast.

Evrópusambandið skilgreindi Keflavíkurflugvöll sem „óhreinan“ flugvöll á dögunum vegna þess að í flugstöðinni blandast komufarþegar frá Bandaríkjunum, sem hafa ekki farið í gegnum vopnaleit sem er viðurkennd af sambandinu, og brottfararfarþegar sem ferðast eftir reglum Schengen-samstarfsins.

„Til að ná utan um blöndunina munu farþegar frá Bandaríkjunum sæta vopnaleit,“ segir Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri FLE, og bætir við að á mörgum flugvöllum sé sá hátturinn hafður á málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×