Fleiri banaslys í dreifbýli 25. júlí 2006 06:30 Um síðustu helgi létust tveir í banaslysum í umferðinni. Þetta er önnur helgin í júlí þar sem tveir láta lífið í aðskildum umferðarslysum í dreifbýli þar sem annar slasast á bifhjóli. „Banaslys á Íslandi eru náttúrlega bara svo ofboðslega fá og þar af leiðandi mjög erfitt að lesa einhverja þróun út úr þessum tölum. Slysin um helgina voru mjög skrítin og til dæmis ekki í alfaraleið,“ segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs hjá Umferðarstofu. Að ýmsu er hægt að komast þegar tölur eru teknar saman og sést greinilega að flest banaslys verða í dreifbýli. Birgir bendir á að í fyrra hafi um sjötíu prósent umferðarslysanna orðið í dreifbýli en í upphafi þessa árs hafi komið slysahrina í þéttbýlinu. „Eins og ég segi kemur eitt ár svona og annað hinsegin og mér finnst erfitt að sjá einhverja ákveðna dreifingu í þessu.“ Ef litið er á banaslysin sem hafa orðið á síðustu mánuðum vekur einnig athygli að þrír hafa látist í bifhjólaslysum. Enginn ökumaður bifhjóla lést aftur á móti árið 2005. Birgir segir að Umferðarstofa telji ekki að þörf sé á því að bregðast við þessari fjölgun bifhjólaslysa. „Við erum að vinna með Sniglunum í forvarnarverkefni, alveg eins og við gerðum í fyrra og þá dó enginn. Við erum auðvitað að reyna að koma inn í þetta með forvarnarstarf en samt gerast slysin.“ Birgir bendir á að ef litið er heildstætt fimm ár aftur í tímann hefur verið merkjanleg fækkun á slysum. „Við erum greinilega að gera eitthvað rétt þótt enn falli fólk í valinn.“ Birgir segir að banaslysin veki fólk til umhugsunar um umferðina og að skilaboðin séu alltaf þau sömu. „Auðvitað er dálítið klént að vera alltaf að segja það sama en það sem gildir er að fara varlega. Þessi þrjú klassísku atriði sem hafa áhrif í langflestum alvarlegum slysum, það eru beltin, ölvunin og hraðinn,“ segir Birgir Hákonarson. Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Um síðustu helgi létust tveir í banaslysum í umferðinni. Þetta er önnur helgin í júlí þar sem tveir láta lífið í aðskildum umferðarslysum í dreifbýli þar sem annar slasast á bifhjóli. „Banaslys á Íslandi eru náttúrlega bara svo ofboðslega fá og þar af leiðandi mjög erfitt að lesa einhverja þróun út úr þessum tölum. Slysin um helgina voru mjög skrítin og til dæmis ekki í alfaraleið,“ segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs hjá Umferðarstofu. Að ýmsu er hægt að komast þegar tölur eru teknar saman og sést greinilega að flest banaslys verða í dreifbýli. Birgir bendir á að í fyrra hafi um sjötíu prósent umferðarslysanna orðið í dreifbýli en í upphafi þessa árs hafi komið slysahrina í þéttbýlinu. „Eins og ég segi kemur eitt ár svona og annað hinsegin og mér finnst erfitt að sjá einhverja ákveðna dreifingu í þessu.“ Ef litið er á banaslysin sem hafa orðið á síðustu mánuðum vekur einnig athygli að þrír hafa látist í bifhjólaslysum. Enginn ökumaður bifhjóla lést aftur á móti árið 2005. Birgir segir að Umferðarstofa telji ekki að þörf sé á því að bregðast við þessari fjölgun bifhjólaslysa. „Við erum að vinna með Sniglunum í forvarnarverkefni, alveg eins og við gerðum í fyrra og þá dó enginn. Við erum auðvitað að reyna að koma inn í þetta með forvarnarstarf en samt gerast slysin.“ Birgir bendir á að ef litið er heildstætt fimm ár aftur í tímann hefur verið merkjanleg fækkun á slysum. „Við erum greinilega að gera eitthvað rétt þótt enn falli fólk í valinn.“ Birgir segir að banaslysin veki fólk til umhugsunar um umferðina og að skilaboðin séu alltaf þau sömu. „Auðvitað er dálítið klént að vera alltaf að segja það sama en það sem gildir er að fara varlega. Þessi þrjú klassísku atriði sem hafa áhrif í langflestum alvarlegum slysum, það eru beltin, ölvunin og hraðinn,“ segir Birgir Hákonarson.
Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira