Bannað að leigja út nektardansmeyjar 24. júlí 2006 03:30 Nektardansmær Löggjöf um nektardans utan nektardansstaða er óljós að mati lögfræðings, en víst er að eitthvað er um að staðirnir standi fyrir slíkri útleigu. Myndin er erlend. MYND/AFP Dæmi eru um að nektardansmeyjar séu pantaðar í heimahús, samkomusali og á skemmtistaði í lokuð einkasamkvæmi, til dæmis í steggjapartí eða afmælisveislur. Lögreglusamþykktir eru óljósar varðandi rekstur nektardans utan þeirra nektardansstaða sem hafa leyfi fyrir starfseminni. Í lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar stendur að þar sem heimilt sé að sýna nektardans á næturklúbbi skuli tryggt að sýning fari fram í rúmgóðu húsnæði og sé sýnendum óheimilt að fara um meðal áhorfenda. Hvers konar einkasýningar séu óheimilar. Einnig sé lögreglu heimilt að fara um samkomusali og önnur húsakynni sem gestir eiga aðgang að. Brynhildur Flóvenz lögfræðingur telur ólöglegt hjá nektardansstöðum að leigja þjónustuna úr húsi. „Staðirnir hafa ekki leyfi til að selja sína starfsemi annað, til dæmis í einkasamkvæmi og heimahús, því lögreglan getur ekki fylgst með á þeim stöðum. Þær kröfur sem eru í lögreglusamþykktinni verður að uppfylla,“ segir Brynhildur. Lögregla hefur lítið frétt um mál af þessu tagi. Brynhildur telur tvo aðila geta verið brotlega í slíkum málum, nektardansstaðinn sem leigir út dansara og eigendur þeirra staða sem halda veislur þar sem nektardans fer fram. Kaupandi að dansinum brjóti hins vegar ekki af sér. „Það vita allir að það er mjög sterk tenging milli vændis og nektarstaða. Þess vegna er millileið á Íslandi að leyfa nektarstaði, en einkadans bannaður. Það eru mörg atvik á mörkum þess löglega sem hefur aldrei reynt á hjá dómstólum,“ segir Brynhildur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leigir nektardansstaðurinn Goldfinger í Kópavogi út nektardansmeyjar í einkasamkvæmi. Verð þjónustunnar mun vera 25 þúsund krónur fyrir stuttan dans. Ásgeir Davíðsson, eigandi skemmtistaðarins Goldfinger, segir ekkert hæft í því að hann hafi milligöngu um nektardans í einkasamkvæmum. „Ég kannast ekkert við þetta. Þetta hefur verið gert einstaka sinnum í auglýsingaskyni fyrir staðinn, en við höfum aldrei tekið greiðslu fyrir það. Ég hef ekkert að fela og allir eru velkomnir til mín að skoða hvað fer fram.Ég hef verið hreinskilinn með mín mál,“ segir Ásgeir. Ekki náðist í talsmenn annarra næturklúbba vegna málsins. Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Dæmi eru um að nektardansmeyjar séu pantaðar í heimahús, samkomusali og á skemmtistaði í lokuð einkasamkvæmi, til dæmis í steggjapartí eða afmælisveislur. Lögreglusamþykktir eru óljósar varðandi rekstur nektardans utan þeirra nektardansstaða sem hafa leyfi fyrir starfseminni. Í lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar stendur að þar sem heimilt sé að sýna nektardans á næturklúbbi skuli tryggt að sýning fari fram í rúmgóðu húsnæði og sé sýnendum óheimilt að fara um meðal áhorfenda. Hvers konar einkasýningar séu óheimilar. Einnig sé lögreglu heimilt að fara um samkomusali og önnur húsakynni sem gestir eiga aðgang að. Brynhildur Flóvenz lögfræðingur telur ólöglegt hjá nektardansstöðum að leigja þjónustuna úr húsi. „Staðirnir hafa ekki leyfi til að selja sína starfsemi annað, til dæmis í einkasamkvæmi og heimahús, því lögreglan getur ekki fylgst með á þeim stöðum. Þær kröfur sem eru í lögreglusamþykktinni verður að uppfylla,“ segir Brynhildur. Lögregla hefur lítið frétt um mál af þessu tagi. Brynhildur telur tvo aðila geta verið brotlega í slíkum málum, nektardansstaðinn sem leigir út dansara og eigendur þeirra staða sem halda veislur þar sem nektardans fer fram. Kaupandi að dansinum brjóti hins vegar ekki af sér. „Það vita allir að það er mjög sterk tenging milli vændis og nektarstaða. Þess vegna er millileið á Íslandi að leyfa nektarstaði, en einkadans bannaður. Það eru mörg atvik á mörkum þess löglega sem hefur aldrei reynt á hjá dómstólum,“ segir Brynhildur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leigir nektardansstaðurinn Goldfinger í Kópavogi út nektardansmeyjar í einkasamkvæmi. Verð þjónustunnar mun vera 25 þúsund krónur fyrir stuttan dans. Ásgeir Davíðsson, eigandi skemmtistaðarins Goldfinger, segir ekkert hæft í því að hann hafi milligöngu um nektardans í einkasamkvæmum. „Ég kannast ekkert við þetta. Þetta hefur verið gert einstaka sinnum í auglýsingaskyni fyrir staðinn, en við höfum aldrei tekið greiðslu fyrir það. Ég hef ekkert að fela og allir eru velkomnir til mín að skoða hvað fer fram.Ég hef verið hreinskilinn með mín mál,“ segir Ásgeir. Ekki náðist í talsmenn annarra næturklúbba vegna málsins.
Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira