Kristilegu kærleiksblómin spretta 24. júlí 2006 06:00 Nokkur umræða er nú sprottin upp um hugsanlegt samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og sýnist sitt hverjum um ágæti þeirra hugmynda. Í öllu falli sýna skeytasendingar milli forystumanna þessara flokka ekki mikinn samstarfshug; þannig andar greinilega heldur köldu milli þeirra Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra og Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingar. Í nýlegum pistli á heimasíðu Björns segir til dæmis að Björgvin bregðist aldrei vondum málstað og sé þess tilbúinn að lýsa því yfir á prenti. Áður hafði Björgvin látið þau orð falla á heimasíðu sinni að yfirgangur og bulluháttur einkenndi umfjöllum Björns um málefni Samfylkingarinnar. Það gæti því orðið líf og fjör í hugsanlegri sambúð þessara flokka í ríkisstjórn. Ljótt er ef satt er Á nýja fréttavefnum ordid.blog.is, sem Andrés Jónsson jafnaðarmaður ku meðal annarra standa að, kennir ýmissa grasa í fréttaflutningi. Þannig upplýsir vefurinn til að mynda lesendur sína um að það hafi verið sænski skíðakappinn Ingemar Stenmark sem kenndi Slóvenum þann ljóta sið að taka í vörina að sænskum sið. Þetta á Ingimar að hafa gert á þeim árum sem enginn stóðst honum snúning í skíðabrekkunum en tengsl hans við Slóveníu voru gegnum júgóslavneska skíðaframleiðandann Elan. Og Orðið skúbbar þeirri frétt sömuleiðis að gamli kommúnistaflokkurinn í Júgóslavíu hafi stöðvað byggingu háhýsis í Ljubljana á sínum tíma! Menningin blómstrar hjá forsetanum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kemur af vinstri væng íslenskra stjórnmála eins og flestum er kunnugt um. Það kom því ekki mörgum á óvart á sínum tíma þegar Ólafur réði Örnólf Thorsson í stöðu aðstoðarmanns síns og síðan forsetaritara, en Örnólfur var lengi innanbúðarmaður hjá því virta bókaforlagi Máli og menningu sem heldur betur hafði vinstri stimpilinn á sér. Nú nýverið var svo annar gamall starfsmaður Máls og menningar, Árni Sigurjónsson bókmenntafræðingur, ráðinn í stöðu skrifstofustjóra forsetaembættisins þannig að menn leita ekki langt yfir skammt í mannaráðningum á þeim bænum. Innlent Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Nokkur umræða er nú sprottin upp um hugsanlegt samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og sýnist sitt hverjum um ágæti þeirra hugmynda. Í öllu falli sýna skeytasendingar milli forystumanna þessara flokka ekki mikinn samstarfshug; þannig andar greinilega heldur köldu milli þeirra Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra og Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingar. Í nýlegum pistli á heimasíðu Björns segir til dæmis að Björgvin bregðist aldrei vondum málstað og sé þess tilbúinn að lýsa því yfir á prenti. Áður hafði Björgvin látið þau orð falla á heimasíðu sinni að yfirgangur og bulluháttur einkenndi umfjöllum Björns um málefni Samfylkingarinnar. Það gæti því orðið líf og fjör í hugsanlegri sambúð þessara flokka í ríkisstjórn. Ljótt er ef satt er Á nýja fréttavefnum ordid.blog.is, sem Andrés Jónsson jafnaðarmaður ku meðal annarra standa að, kennir ýmissa grasa í fréttaflutningi. Þannig upplýsir vefurinn til að mynda lesendur sína um að það hafi verið sænski skíðakappinn Ingemar Stenmark sem kenndi Slóvenum þann ljóta sið að taka í vörina að sænskum sið. Þetta á Ingimar að hafa gert á þeim árum sem enginn stóðst honum snúning í skíðabrekkunum en tengsl hans við Slóveníu voru gegnum júgóslavneska skíðaframleiðandann Elan. Og Orðið skúbbar þeirri frétt sömuleiðis að gamli kommúnistaflokkurinn í Júgóslavíu hafi stöðvað byggingu háhýsis í Ljubljana á sínum tíma! Menningin blómstrar hjá forsetanum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kemur af vinstri væng íslenskra stjórnmála eins og flestum er kunnugt um. Það kom því ekki mörgum á óvart á sínum tíma þegar Ólafur réði Örnólf Thorsson í stöðu aðstoðarmanns síns og síðan forsetaritara, en Örnólfur var lengi innanbúðarmaður hjá því virta bókaforlagi Máli og menningu sem heldur betur hafði vinstri stimpilinn á sér. Nú nýverið var svo annar gamall starfsmaður Máls og menningar, Árni Sigurjónsson bókmenntafræðingur, ráðinn í stöðu skrifstofustjóra forsetaembættisins þannig að menn leita ekki langt yfir skammt í mannaráðningum á þeim bænum.
Innlent Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira