Sólskin og hiti 24. júlí 2006 05:45 Þegar ég var að rogast með töskurnar inn í anddyrið á hótelinu vék sér að mér maður og ávarpaði mig á íslensku. Hann sagðist hafa dvalið hér í viku og átt illa vist, því að hér væri bæði sólskin og hiti og ekkert sjónvarp á herbergjunum. Hann saknaði íslenskrar veðráttu, íslensks mataræðis, íslenskrar tungu og alls annars sem íslenskt er. ÞETTA rennir stoðum undir þá kenningu að ferðalög og sumarleyfi séu fyrst og fremst til að sanna fyrir fólki að heima sé best. Þegar fólk er búið að vinna í ellefu mánuði er það skyldað til að fara í frí. Sérstakar ferðaskrifstofur sjá um að senda fólk á ókunna staði, einkum svokallaða ferðamannastaði, þar sem töluð eru framandi tungumál, loftslagið er öðruvísi en heima og vatnið inniheldur skuggalegar bakteríur og svonefndar túristahjarðir reika um villtar. SÚ erfiða lífsreynsla að slíta erlendan gjaldmiðil út úr hraðbönkum í myrkum húsasundum, að svitna, sólbrenna, villast, drekka saltan sjó, týna vegabréfinu sínu og falla í ræningjahendur forhertra leigubílstjóra skapar djúpa og innilega heimþrá sem ágerist með hverjum degi, einkum ef tímanum er varið í langar rútuferðir til að skoða óeftirminnilegar rústir eða hversdagsleg náttúru-undur og kvöldin fara í að umreikna einkennilega gjaldmiðla í íslenskar krónur og komast að þeirri niðurstöðu að kostnaðurinn við hina ódýru leyfisferð sé löngu kominn úr böndunum. HEIMÞRÁIN breytist svo í friðsælan fögnuð þegar eldvígslunni lýkur og fornfáleg flugvélin lendir í Keflavík við dynjandi lófatak. Samstundis tekur minnið að vinna úr hinni erfiðu reynslu. Hrakningar, flugnabit og matareitranir breytast í ljúfar minningar. Hámarki sælunnar er náð á fyrsta vinnudegi í kunnuglegu umhverfi innan um samverkafólk og vini sem hlýðir agndofa á mergjaðar lýsingar á ferðalagi þar sem allir erfiðleikar voru yfirstignir af ráðagóðri hagsýni og jafnaðargeði. Framundan er notalegt og friðsælt umhverfi heimilis og vinnu næstu ellefu mánuði - en að þeim tíma liðnum er tímabært að fara á stjá á nýjan leik til að rifja upp þau fornu sannindi, að heima er best! Innlent Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Sjá meira
Þegar ég var að rogast með töskurnar inn í anddyrið á hótelinu vék sér að mér maður og ávarpaði mig á íslensku. Hann sagðist hafa dvalið hér í viku og átt illa vist, því að hér væri bæði sólskin og hiti og ekkert sjónvarp á herbergjunum. Hann saknaði íslenskrar veðráttu, íslensks mataræðis, íslenskrar tungu og alls annars sem íslenskt er. ÞETTA rennir stoðum undir þá kenningu að ferðalög og sumarleyfi séu fyrst og fremst til að sanna fyrir fólki að heima sé best. Þegar fólk er búið að vinna í ellefu mánuði er það skyldað til að fara í frí. Sérstakar ferðaskrifstofur sjá um að senda fólk á ókunna staði, einkum svokallaða ferðamannastaði, þar sem töluð eru framandi tungumál, loftslagið er öðruvísi en heima og vatnið inniheldur skuggalegar bakteríur og svonefndar túristahjarðir reika um villtar. SÚ erfiða lífsreynsla að slíta erlendan gjaldmiðil út úr hraðbönkum í myrkum húsasundum, að svitna, sólbrenna, villast, drekka saltan sjó, týna vegabréfinu sínu og falla í ræningjahendur forhertra leigubílstjóra skapar djúpa og innilega heimþrá sem ágerist með hverjum degi, einkum ef tímanum er varið í langar rútuferðir til að skoða óeftirminnilegar rústir eða hversdagsleg náttúru-undur og kvöldin fara í að umreikna einkennilega gjaldmiðla í íslenskar krónur og komast að þeirri niðurstöðu að kostnaðurinn við hina ódýru leyfisferð sé löngu kominn úr böndunum. HEIMÞRÁIN breytist svo í friðsælan fögnuð þegar eldvígslunni lýkur og fornfáleg flugvélin lendir í Keflavík við dynjandi lófatak. Samstundis tekur minnið að vinna úr hinni erfiðu reynslu. Hrakningar, flugnabit og matareitranir breytast í ljúfar minningar. Hámarki sælunnar er náð á fyrsta vinnudegi í kunnuglegu umhverfi innan um samverkafólk og vini sem hlýðir agndofa á mergjaðar lýsingar á ferðalagi þar sem allir erfiðleikar voru yfirstignir af ráðagóðri hagsýni og jafnaðargeði. Framundan er notalegt og friðsælt umhverfi heimilis og vinnu næstu ellefu mánuði - en að þeim tíma liðnum er tímabært að fara á stjá á nýjan leik til að rifja upp þau fornu sannindi, að heima er best!
Innlent Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Sjá meira