Ráðherra segir stríðið gegn unglingadrykkju ekki tapað 23. júlí 2006 08:30 Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra Hefur hrint af stað vinnu sem miðar að því að móta heildstæða forvarnastefnu, eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmála Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. MYND/Pjetur Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hefur komið á rekspöl umfangsmikilli vinnu vegna forvarnamála. Annars vegar á að draga upp heildarmynd af því forvarnastarfi sem þegar er unnið í landinu og hins vegar á að móta heildstæða forvarnastefnu, líkt og kveðið er á um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 2003. Magnús lagði minnisblað þessa efnis fyrir ríkisstjórnarfund á dögunum. „Forvarnir eru mjög mikilvægt viðfangsefni,“ sagði Magnús í samtali við Fréttablaðið en málefni fjölskyldunnar og þar með barna og unglinga heyra undir ráðuneyti hans. Magnús sagði ekkert liggja fyrir um hvort forvarnastarfið, eins og það er nú, yrði stokkað upp og því breytt með einhverjum hætti. Fyrst og fremst vildi hann fá heildarmynd af því starfi sem unnið væri. „Það eru mjög margir í forvarnastarfi og við þurfum að átta okkur á umfanginu. En ég er sannfærður um hægt sé að nýta kraftana markvissara.“ Aðspurður segir hann ekki liggja ljóst fyrir hve háum fjárhæðum sé varið árlega til forvarnastarfs en af störfum sínum í fjárlaganefnd Alþingis sé honum mætavel ljóst að töluverðir peningar fari í ýmis verkefni. Fréttir hafa borist af mikilli drykkju ungmenna á bæjarhátíðum sem haldnar eru vítt og breitt um landið yfir sumarmánuðina. Magnús þekkir til þeirra. „Ég hef orðið vitni að drykkjuskap ungmenna á bæjarhátíðum, bæði nú í sumar og áður. Það er allt of mikið um að börn og unglingar undir átján ára flykkist saman til drykkju.“ Verslunarmannahelgin fer í hönd og telur Magnús vert að hafa áhyggjur enda geti margt gerst á útihátíðum, bæði gott og svo annað miður gott. Þess vegna setti hann af stað samstarf ýmissa aðila sem koma að forvarnamálum í því augnamiði að vekja foreldra og aðra til umhugsunar. Aðspurður telur Magnús stríðið gegn unglingadrykkju ekki tapað. „Ég vona að minnsta kosti ekki. En það er erfitt og þannig hefur það verið og þannig verður það.Þetta er barátta sem þarf að heyja alla daga. Og þetta hefst ekki með átaki heldur markvissu starfi.“ Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hefur komið á rekspöl umfangsmikilli vinnu vegna forvarnamála. Annars vegar á að draga upp heildarmynd af því forvarnastarfi sem þegar er unnið í landinu og hins vegar á að móta heildstæða forvarnastefnu, líkt og kveðið er á um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 2003. Magnús lagði minnisblað þessa efnis fyrir ríkisstjórnarfund á dögunum. „Forvarnir eru mjög mikilvægt viðfangsefni,“ sagði Magnús í samtali við Fréttablaðið en málefni fjölskyldunnar og þar með barna og unglinga heyra undir ráðuneyti hans. Magnús sagði ekkert liggja fyrir um hvort forvarnastarfið, eins og það er nú, yrði stokkað upp og því breytt með einhverjum hætti. Fyrst og fremst vildi hann fá heildarmynd af því starfi sem unnið væri. „Það eru mjög margir í forvarnastarfi og við þurfum að átta okkur á umfanginu. En ég er sannfærður um hægt sé að nýta kraftana markvissara.“ Aðspurður segir hann ekki liggja ljóst fyrir hve háum fjárhæðum sé varið árlega til forvarnastarfs en af störfum sínum í fjárlaganefnd Alþingis sé honum mætavel ljóst að töluverðir peningar fari í ýmis verkefni. Fréttir hafa borist af mikilli drykkju ungmenna á bæjarhátíðum sem haldnar eru vítt og breitt um landið yfir sumarmánuðina. Magnús þekkir til þeirra. „Ég hef orðið vitni að drykkjuskap ungmenna á bæjarhátíðum, bæði nú í sumar og áður. Það er allt of mikið um að börn og unglingar undir átján ára flykkist saman til drykkju.“ Verslunarmannahelgin fer í hönd og telur Magnús vert að hafa áhyggjur enda geti margt gerst á útihátíðum, bæði gott og svo annað miður gott. Þess vegna setti hann af stað samstarf ýmissa aðila sem koma að forvarnamálum í því augnamiði að vekja foreldra og aðra til umhugsunar. Aðspurður telur Magnús stríðið gegn unglingadrykkju ekki tapað. „Ég vona að minnsta kosti ekki. En það er erfitt og þannig hefur það verið og þannig verður það.Þetta er barátta sem þarf að heyja alla daga. Og þetta hefst ekki með átaki heldur markvissu starfi.“
Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira