Innlent

Allt skipulag endurskoðað

karl steinar guðnason forstjóri tryggingastofnunar
karl steinar guðnason forstjóri tryggingastofnunar

Eftir að upp komst um fjárdráttinn í Tryggingastofnun ríkisins á dögunum var ákveðið að taka skipulag stofnunarinnar til gagngerrar endurskoðunar.

Við höfum unnið undanfarið í samvinnu við Ríkisendurskoðun að því að skoða alla verkferla hér innanhúss sem lúta að fjármálunum hjá okkur, segir Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar. Verið er að skoða hvernig mál eru afgreidd og hvernig gengið er frá skjölum, svo eru tölvumálin í skoðun líka.

Spurður hvenær öryggisúttektinni lyki sagði Karl Steinar það alls óvíst. Við lítum á þetta sem langtímaverkefni og framvegis verða mál hjá stofnuninni sífellt í endurskoðun, sagði Karl Steinar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×