Rússarnir koma! 23. júlí 2006 06:15 Rússnesku skipin sem hingað koma bera af sér misgóðan þokka. Menn halda vart vatni sem líta á seglskipið Sedov sem kom til hafnar í Reykjavík á miðvikudag, svo stórt og tignarlegt sem það er. Hins vegar hafa Hafnfirðingar ekki verið jafn heppnir með rússnesku fleyin sem liggja þar við bryggju og hafa íbúar í nágrenni hafnarinnar kvartað ítrekað til hafnaryfirvalda vegna togarans Tsefey en ljósavél hans hefur spúð svörtum reykjarmekki í hafnarmynninu svo ósóminn sést í kílómetra fjarlægð að þeirra sögn. Það er því ómögulegt að vita á hverju menn eiga von þegar Rússarnir koma. Bannað að veiða og skemmta sér Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýnir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á vef sínum fyrir að vilja leggja skatt á útihátíðir og vænir Björn um að vera með fordóma gagnvart skemmtanahaldi á landsbyggðinni þegar hann segir að umræðan um drykkjulæti á útihátíðum bendi til þess að ekki hugi allir skipuleggjendur nægilega vel að þeim reglum sem þeim beri að fylgja. Sigurjón segir: Það er ekki nóg með að Sjálfstæðisflokkurinn hafi svipt íbúa landsbyggðarinnar réttinum til þess að draga sér bein úr sjó, heldur er fólkið skattlagt sérstaklega ef það ætlar að skemmta sér og öðrum. Hvað heldur Sigurjón að borgarbörnin séu að gera um verslunarmannahelgina? Hvalfjarðarsveitasæla Nýlega var auglýst eftir umsóknum um stöðu sveitarstjóra í Hvalfjarðarsveit. Sveitarfélagið varð til við síðustu sveitarstjórnarkosningar þegar Hvalfjarðarstrandarhreppur, Innri-Akraneshreppur, Leirár- og Melahreppur og Skilmannahreppur sameinuðust. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hafa 40 umsóknir borist. Fyrir kosningarnar var Sigurður Sverris Jónsson, oddviti Skilmannahrepps, harðlega gagnrýndur fyrir að verðlauna framtakssama sveitunga sína með gjöfum, en fá sveitarfélög voru jafn vel sett fjárhagslega og Skilmannahreppur enda var hálft álver og heil járnblendiverksmiðja innan hreppsmarkanna. Það er greinilega gott að vera yfirvald í þessari sveit. Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Rússnesku skipin sem hingað koma bera af sér misgóðan þokka. Menn halda vart vatni sem líta á seglskipið Sedov sem kom til hafnar í Reykjavík á miðvikudag, svo stórt og tignarlegt sem það er. Hins vegar hafa Hafnfirðingar ekki verið jafn heppnir með rússnesku fleyin sem liggja þar við bryggju og hafa íbúar í nágrenni hafnarinnar kvartað ítrekað til hafnaryfirvalda vegna togarans Tsefey en ljósavél hans hefur spúð svörtum reykjarmekki í hafnarmynninu svo ósóminn sést í kílómetra fjarlægð að þeirra sögn. Það er því ómögulegt að vita á hverju menn eiga von þegar Rússarnir koma. Bannað að veiða og skemmta sér Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýnir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á vef sínum fyrir að vilja leggja skatt á útihátíðir og vænir Björn um að vera með fordóma gagnvart skemmtanahaldi á landsbyggðinni þegar hann segir að umræðan um drykkjulæti á útihátíðum bendi til þess að ekki hugi allir skipuleggjendur nægilega vel að þeim reglum sem þeim beri að fylgja. Sigurjón segir: Það er ekki nóg með að Sjálfstæðisflokkurinn hafi svipt íbúa landsbyggðarinnar réttinum til þess að draga sér bein úr sjó, heldur er fólkið skattlagt sérstaklega ef það ætlar að skemmta sér og öðrum. Hvað heldur Sigurjón að borgarbörnin séu að gera um verslunarmannahelgina? Hvalfjarðarsveitasæla Nýlega var auglýst eftir umsóknum um stöðu sveitarstjóra í Hvalfjarðarsveit. Sveitarfélagið varð til við síðustu sveitarstjórnarkosningar þegar Hvalfjarðarstrandarhreppur, Innri-Akraneshreppur, Leirár- og Melahreppur og Skilmannahreppur sameinuðust. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hafa 40 umsóknir borist. Fyrir kosningarnar var Sigurður Sverris Jónsson, oddviti Skilmannahrepps, harðlega gagnrýndur fyrir að verðlauna framtakssama sveitunga sína með gjöfum, en fá sveitarfélög voru jafn vel sett fjárhagslega og Skilmannahreppur enda var hálft álver og heil járnblendiverksmiðja innan hreppsmarkanna. Það er greinilega gott að vera yfirvald í þessari sveit.
Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira