Innlent

Búist við 4.000 manns í Hrísey

Fjölskylduhátíð fullveldisins í Hrísey verður nú um helgina og vinna um hundrað íbúar eyjarinnar nú að undirbúningi en búist er við um fjögur þúsund manns.

Hátíðin var fyrst haldin árið 1997 til að halda upp á að tillaga um sameiningu Hríseyjar og Dalvíkur var felld. Um helgina verður, eins og ávallt, lýst yfir sjálfstæði Hríseyjar frá Íslandi og gilda þar hríseysk lög og fá gestir sérstakan passa og gerast hríseyskir ríkisborgarar á meðan á dvöl þeirra stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×