Dómsmálaráðherra undrast úrskurðinn 22. júlí 2006 07:00 Björn Bjarnason Björn Bjarnason dómsmálaráðherra undrast frávísun úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála, á stjórnsýslukæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf., en eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær vísaði nefndin kærunni frá vegna aðildaskorts. „Það kemur mér á óvart, að ekki megi gera þær kröfur sem eru nauðsynlegar til að tryggja sem best öryggi borgaranna, þrátt fyrir að þeir nýti sér nýja símatækni. Neyðarlínan og Ríkislögreglustjóri fara ekki fram á þetta vegna sinna hagsmuna heldur allra þeirra, sem nýta sér hina nýju tækni og treysta vafalaust á, að hún veiti þeim sama öryggi og þeir áður nutu,“ segir Björn. Nefndin vísaði stjórnsýslukærunni frá vegna aðildaskorts, en upphaf málsins má rekja til deilumáls milli Símans hf. og Atlassíma ehf. sem varðaði ágreining um flutning á símanúmerum í hefðbundinni rásaskiptri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónustu. Póst- og fjarskiptastofnun skyldaði Símann hf. til þess verða við flutningi yfir í netsíma, ef þess yrði óskað. Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hf. kærðu bráðabirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, á þeim forsendum að það „geti verið vandkvæðum bundið að staðsetja netsíma“, og því geti það heft almenn störf lögreglunnar og neyðarlínu. Arnar Þór Jónsson, lögmaður hjá Logos sem sótti málið fyrir hönd Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, segir Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínuna hafa komið sjónarmiðum sínum á framfæri, af þeim geti verið tekið mið þegar málum tengdum netsímum verði komið í traustari farveg. „Það á eftir að taka endanlega ákvörðun um þessi mál, þar sem stofnunin tók ákvörðun sem aðeins er til bráðabirgða. Nú hefur þessum mikilvægu sjónarmiðum Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf., sem varða öryggi almennings, verið komið á framfæri og vonandi verður tekið tillit þess þegar ákvörðunin liggur fyrir.“ Sérstaklega var þess getið í úrskurði úrskurðanefndarinnar að hægt væri að fallast á sjónarmið Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf., en vegna aðildaskorts væri ekki hægt að fallast á það „að kærendur hafi verulega hagsmuni af því að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunnar í máli Símans hf. og Atlassíma ehf. sé ógilt.“ Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra undrast frávísun úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála, á stjórnsýslukæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf., en eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær vísaði nefndin kærunni frá vegna aðildaskorts. „Það kemur mér á óvart, að ekki megi gera þær kröfur sem eru nauðsynlegar til að tryggja sem best öryggi borgaranna, þrátt fyrir að þeir nýti sér nýja símatækni. Neyðarlínan og Ríkislögreglustjóri fara ekki fram á þetta vegna sinna hagsmuna heldur allra þeirra, sem nýta sér hina nýju tækni og treysta vafalaust á, að hún veiti þeim sama öryggi og þeir áður nutu,“ segir Björn. Nefndin vísaði stjórnsýslukærunni frá vegna aðildaskorts, en upphaf málsins má rekja til deilumáls milli Símans hf. og Atlassíma ehf. sem varðaði ágreining um flutning á símanúmerum í hefðbundinni rásaskiptri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónustu. Póst- og fjarskiptastofnun skyldaði Símann hf. til þess verða við flutningi yfir í netsíma, ef þess yrði óskað. Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hf. kærðu bráðabirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, á þeim forsendum að það „geti verið vandkvæðum bundið að staðsetja netsíma“, og því geti það heft almenn störf lögreglunnar og neyðarlínu. Arnar Þór Jónsson, lögmaður hjá Logos sem sótti málið fyrir hönd Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, segir Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínuna hafa komið sjónarmiðum sínum á framfæri, af þeim geti verið tekið mið þegar málum tengdum netsímum verði komið í traustari farveg. „Það á eftir að taka endanlega ákvörðun um þessi mál, þar sem stofnunin tók ákvörðun sem aðeins er til bráðabirgða. Nú hefur þessum mikilvægu sjónarmiðum Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf., sem varða öryggi almennings, verið komið á framfæri og vonandi verður tekið tillit þess þegar ákvörðunin liggur fyrir.“ Sérstaklega var þess getið í úrskurði úrskurðanefndarinnar að hægt væri að fallast á sjónarmið Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf., en vegna aðildaskorts væri ekki hægt að fallast á það „að kærendur hafi verulega hagsmuni af því að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunnar í máli Símans hf. og Atlassíma ehf. sé ógilt.“
Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira