Grímur uppfyllti skilyrðin 22. júlí 2006 06:00 Grímur Atlason, þroskaþjálfi, bassaleikari og tónleikahaldari, hefur verið ráðinn bæjarstjóri í Bolungarvík. Tíu sóttu um starfið, þar á meðal nokkrir viðskiptafræðingar og einn fyrrverandi bæjarstjóri. Hvað nákvæmlega gerði það að verkum að Grímur var ráðinn hefur ekki komið fram en vísast hefur hann uppfyllt skilyrðin sem sett voru. Soffía Vagnsdóttir, forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur, upplýsti á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í júní hvaða kostum nýr bæjarstjóri þyrfti að vera búinn. „Hann þarf að vera skemmtilegur, sætur, fyndinn og klár,“ sagði Soffía og nú er sumsé ljóst að Grímur Atlason hefur þetta allt til að bera. Helga á firðina Ráðning Helgu Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og starfsmannasviðs Reykjavíkur, í starf bæjarstjóra í Fjarðabyggð var samþykkt á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag. Helga var í hópi tuttugu umsækjenda og þarf ekki að koma á óvart að hún skyldi verða fyrir valinu, enda hokin af reynslu eftir langan og fjölbreyttan starfsferil. Samsæriskenningar eru uppi um að Helga sé að flýja nýjan meirihluta í Reykjavík en á það skal bent að í tíð Reykjavíkurlistans sótti hún um embætti ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins. Sjálfstæðismenn í borginni bera henni líka vel söguna eftir rúmlega mánaðarlöng náin kynni. Hver tekur við? Alls óvíst er hvort ráðið verði í starf Helgu hjá borginni enda stendur stjórnsýsluúttekt á borgarkerfinu fyrir dyrum. Sjálfstæðismenn hafa alla tíð haft uppi efasemdir um ágæti stjórnkerfisbreytinganna sem Reykjavíkurlistinn réðist í og ætla nú að kanna hvort kerfið virkar eða hvort rétt sé að skipta um og taka jafnvel upp gamla kerfið með embættum borgarritara, borgarlögmanns og hvað það nú allt hét. Er helst von á að einhver verði settur tímabundið í starfið og gegni því þar til nýjar línur liggja fyrir. Innlent Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Grímur Atlason, þroskaþjálfi, bassaleikari og tónleikahaldari, hefur verið ráðinn bæjarstjóri í Bolungarvík. Tíu sóttu um starfið, þar á meðal nokkrir viðskiptafræðingar og einn fyrrverandi bæjarstjóri. Hvað nákvæmlega gerði það að verkum að Grímur var ráðinn hefur ekki komið fram en vísast hefur hann uppfyllt skilyrðin sem sett voru. Soffía Vagnsdóttir, forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur, upplýsti á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í júní hvaða kostum nýr bæjarstjóri þyrfti að vera búinn. „Hann þarf að vera skemmtilegur, sætur, fyndinn og klár,“ sagði Soffía og nú er sumsé ljóst að Grímur Atlason hefur þetta allt til að bera. Helga á firðina Ráðning Helgu Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og starfsmannasviðs Reykjavíkur, í starf bæjarstjóra í Fjarðabyggð var samþykkt á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag. Helga var í hópi tuttugu umsækjenda og þarf ekki að koma á óvart að hún skyldi verða fyrir valinu, enda hokin af reynslu eftir langan og fjölbreyttan starfsferil. Samsæriskenningar eru uppi um að Helga sé að flýja nýjan meirihluta í Reykjavík en á það skal bent að í tíð Reykjavíkurlistans sótti hún um embætti ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins. Sjálfstæðismenn í borginni bera henni líka vel söguna eftir rúmlega mánaðarlöng náin kynni. Hver tekur við? Alls óvíst er hvort ráðið verði í starf Helgu hjá borginni enda stendur stjórnsýsluúttekt á borgarkerfinu fyrir dyrum. Sjálfstæðismenn hafa alla tíð haft uppi efasemdir um ágæti stjórnkerfisbreytinganna sem Reykjavíkurlistinn réðist í og ætla nú að kanna hvort kerfið virkar eða hvort rétt sé að skipta um og taka jafnvel upp gamla kerfið með embættum borgarritara, borgarlögmanns og hvað það nú allt hét. Er helst von á að einhver verði settur tímabundið í starfið og gegni því þar til nýjar línur liggja fyrir.
Innlent Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira