Innlent

Hrygning misfórst í fyrra

Magn seiða sandsílastofns er minna nú en árið 1998 þegar ástand stofnsins var kannað. Mjög lítið sást af eins árs gömlum sílum, sem bendir til þess að hrygning hafi misfarist í fyrra. Ekki er þó hægt að segja til um endurnýjun þessa árs fyrr en á næsta ári.

Þessar niðurstöður komu fram í tveggja vikna rannsóknarleiðangri sem lauk á þriðjudag en í honum var útbreiðsla og ástand sandsílastofna kannað.

Sílið var lítið á ferðinni alls staðar nema við Ingólfshöfða og hélt sig að mestu grafið í sandbotni.

Sílin eru mikilvæg fæða nytjafiska, hvala og sjófugla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×