Fyrirtæki á Akranesi hafa fengið bréf frá lögreglunni í bænum þar sem hún áréttar lög um skyldur þeirra gagnvart erlendum starfsmönnum frá Evrópska efnahagssvæðinu.
Jóhanna Gestsdóttir, varðstjóri lögreglunnar á Akranesi, segir að misskilnings hafi gætt meðal forsvarsmanna fyrirtækjanna eftir að frjáls flutningur vinnuafls á svæðinu var leyfður. Margir telji til dæmis að ekki þurfi dvalarleyfi eða að önnur lög um kjör en þau íslensku gildi fyrir fólkið.
Lögreglunni hafi því þótt rétt að upplýsa fyrirtækin um lög og reglur.