Innlent

Fluttur fársjúkur til Íslands

Jonathan Motzfeldt, formaður grænlenska landsþingsins, var fluttur alvarlega veikur frá Grænlandi á gjörgæsludeild Landspítalans í gær. Grænlenskir fjölmiðlar greina frá því að hann hafi veikst eftir að hafa neytt kæsts selspiks er hann dvaldi í heimabæ sínum Qaqortoq.

Hann var fyrst fluttur með þyrlu til Narsarsuaq og þaðan til Nuuk. Læknar þar ákváðu að senda hann til Íslands.

Vakthafandi læknir á Landspítalanum vildi ekki gefa neinar upplýsingar um líðan hans í gærkvöldi þar sem fjölskyldu hans hafði ekki allri verið greint frá því að hann hefði verið fluttur hingað til lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×