Sveitarfélögin íhuga aðild sína að Strætó 21. júlí 2006 07:15 „Ég hef heyrt að sveitarstjórnarmenn séu að skoða að sveitarfélögin sjái sjálf um sinn innanbæjarakstur en reki stofnleiðirnar í sameiningu,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. „Þá eru innanbæjarmálin okkar og við tökum þá sjálf ákvörðun um hvert þjónustustigið og gjaldið eigi að vera.“ Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingar, segir sparnaðaraðgerðir Strætó undanfarið tilkomnar vegna þess að nágrannasveitarfélögin hafi neitað að leiðrétta fjárframlög sín til fyrirtækisins, sem hafi hækkað vegna kjarasamninga. „Þegar launin hækkuðu á leikskólum borgarinnar á sínum tíma bættum við þeim það upp svo þjónustan myndi ekki skerðast,“ segir Dagur. Í yfirlýsingu frá Ásgeiri Eiríkssyni, framkvæmdastjóra Strætó bs., kemur fram að öll aðildarsveitarfélög hafi staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun. Birni Inga Hrafnssyni, borgarfulltrúa og oddvita Framsóknarflokksins, finnst ámælisvert að fyrrverandi fulltrúi borgarinnar í stjórn Strætó, Björk Vilhelmsdóttir, þáverandi borgarfulltrúi R-listans, hafi ekki gert borginni kunnugt um taprekstur Strætó bs. um leið og ljóst var í hvað stefndi. „Strætó tapaði rúmri milljón á dag og það hefur legið fyrir frá því í apríl. Strætó hefur því tapað rúmum áttatíu milljónum króna síðan. Því urðum við að taka óvinsælar ákvarðanir til að bregðast við taprekstrinum,“ segir Björn Ingi og vísar til sparnaðaraðgerða Strætó bs. Björn Ingi fagnar nýlegum ummælum Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra um að ríkið komi með einhverjum hætti að rekstri Strætó. „Ég fagna því að ríkisvaldið sé tilbúið að vinna með sveitarstjórnum að því að efla almenningssamgöngur,“ sagði Björn Ingi. Hvorki Björn Ingi né Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, útilokuðu að borgin kæmi með frekara fjármagn inn í reksturinn. „Eftir stjórnsýsluúttektina kemur í ljós hvort sveitarfélögin hafi staðið við sitt og um leið hvort Reykjavíkurborg þurfi að borga meira,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson. Innlent Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Sjá meira
„Ég hef heyrt að sveitarstjórnarmenn séu að skoða að sveitarfélögin sjái sjálf um sinn innanbæjarakstur en reki stofnleiðirnar í sameiningu,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. „Þá eru innanbæjarmálin okkar og við tökum þá sjálf ákvörðun um hvert þjónustustigið og gjaldið eigi að vera.“ Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingar, segir sparnaðaraðgerðir Strætó undanfarið tilkomnar vegna þess að nágrannasveitarfélögin hafi neitað að leiðrétta fjárframlög sín til fyrirtækisins, sem hafi hækkað vegna kjarasamninga. „Þegar launin hækkuðu á leikskólum borgarinnar á sínum tíma bættum við þeim það upp svo þjónustan myndi ekki skerðast,“ segir Dagur. Í yfirlýsingu frá Ásgeiri Eiríkssyni, framkvæmdastjóra Strætó bs., kemur fram að öll aðildarsveitarfélög hafi staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun. Birni Inga Hrafnssyni, borgarfulltrúa og oddvita Framsóknarflokksins, finnst ámælisvert að fyrrverandi fulltrúi borgarinnar í stjórn Strætó, Björk Vilhelmsdóttir, þáverandi borgarfulltrúi R-listans, hafi ekki gert borginni kunnugt um taprekstur Strætó bs. um leið og ljóst var í hvað stefndi. „Strætó tapaði rúmri milljón á dag og það hefur legið fyrir frá því í apríl. Strætó hefur því tapað rúmum áttatíu milljónum króna síðan. Því urðum við að taka óvinsælar ákvarðanir til að bregðast við taprekstrinum,“ segir Björn Ingi og vísar til sparnaðaraðgerða Strætó bs. Björn Ingi fagnar nýlegum ummælum Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra um að ríkið komi með einhverjum hætti að rekstri Strætó. „Ég fagna því að ríkisvaldið sé tilbúið að vinna með sveitarstjórnum að því að efla almenningssamgöngur,“ sagði Björn Ingi. Hvorki Björn Ingi né Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, útilokuðu að borgin kæmi með frekara fjármagn inn í reksturinn. „Eftir stjórnsýsluúttektina kemur í ljós hvort sveitarfélögin hafi staðið við sitt og um leið hvort Reykjavíkurborg þurfi að borga meira,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson.
Innlent Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Sjá meira