Innlent

Áningarstaður í alfaraleið

Frá opnun opins skógar í Tröð Einar K. Guðfinnsson sá um vígsluna, sem þótti vel við hæfi enda stóð sjógangurinn eiginlega alla leiðina inn í skóginn.
Frá opnun opins skógar í Tröð Einar K. Guðfinnsson sá um vígsluna, sem þótti vel við hæfi enda stóð sjógangurinn eiginlega alla leiðina inn í skóginn.

Um helgina var skógræktarsvæði í Tröð á Hellissandi opnað undir merkjum „opins skógar" skógræktarfélaganna. Tröð er áttundi opni skógurinn á landinu en stefnt er að því að opna um þrjátíu slík svæði um landið allt. „Markmiðið með verkefninu er að skógurinn sé í alfaraleið svo fólk getið áð og notið smá kyrrðar frá erli umferðarinnar," segir Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands.

„Á þeim stöðum er þokkalegt göngustígakerfi, aðkoman er vel merkt og kort af svæðunum með örnefnum.

nni í skóginum eru trjátegundirnar merktar og þar að finna borð og bekki," segir Brynjólfur. Valin eru svæði sem eru búin að vera lengi í ræktun og skógur kominn vel áleiðis. „Helst er skógurinn orðinn um fjörutíu til fimmtíu ára gamall sem myndar gott skjól."

Skjólið kom sér líka vel um helgina þegar vígslan fór fram. Var rigning og rok og hafði Einar K. Guðfinnsson það á orði að vel væri við hæfi að sjávarútvegsráðherra sæi um vígsluna því ágjöfin væri svo mikil.

Brynjólfur Jónsson segist vona að opinn skógur í Tröð verði vel heppnaður og að svæðið bjóði upp á mikla möguleika. „Á svæðinu er vaxandi ferðamennska, þjóðgarður og fleira sem fer vel saman," segir Brynjólfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×