Svart reykjarský yfir firðinum 20. júlí 2006 06:00 rússneski togarinn tsefey Reykjarmökkurinn frá skipinu var sýnilegur úr nokkurra kílómetra fjarlægð. Rússneski togarinn Tsefey kom inn til Hafnarfjarðarhafnar á mánudag vegna vélarbilunar. Síðan hefur togarinn spúð svörtum reyk án afláts yfir hafnarsvæðið svo að svartan reykjarmökk hefur lagt yfir stórt svæði í og við höfnina. Mökkurinn var sýnilegur úr margra kílómetra fjarlægð í gær. Reykurinn kom úr ljósavél skipsins, sem sér því fyrir rafmagni. Hafnarfjarðarhöfn getur ekki séð togaranum fyrir rafmagni því rafkerfi skipsins er frumstætt, eins og tilfellið er í mörgum skipum af þessum slóðum. Rússarnir þurfa því yfirleitt að sjá sér sjálfir fyrir rafmagni, þó það heyri til undantekninga að jafn mikil mengun hljótist af. Íbúar í nágrenni hafnarinnar kvörtuðu til hafnaryfirvalda yfir megnri fýlu og sjónmengun af völdum reyksins. „Þetta er auðvitað mjög bagalegt og við vonum að gert verði við togarann með hraði svo við losnum við hann héðan sem fyrst,“ segir Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri. „Við vonuðumst til að losna við hann í dag, en umboðsmaður skipsins segir að búið verði að gera við hann á morgun og þá fari hann, sem við vonum að standist.“ Magnús Þórarinsson, umboðsmaður togarans, staðfesti við blaðamann að skipið myndi fara í dag ef allt gengur að óskum. Skipinu verður fyrst siglt út á ytri höfn í prufusiglingar og ef engin vandræði koma upp heldur það á miðin í framhaldi, íbúum Hafnarfjarðar án efa til mikillar ánægju. Innlent Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Rússneski togarinn Tsefey kom inn til Hafnarfjarðarhafnar á mánudag vegna vélarbilunar. Síðan hefur togarinn spúð svörtum reyk án afláts yfir hafnarsvæðið svo að svartan reykjarmökk hefur lagt yfir stórt svæði í og við höfnina. Mökkurinn var sýnilegur úr margra kílómetra fjarlægð í gær. Reykurinn kom úr ljósavél skipsins, sem sér því fyrir rafmagni. Hafnarfjarðarhöfn getur ekki séð togaranum fyrir rafmagni því rafkerfi skipsins er frumstætt, eins og tilfellið er í mörgum skipum af þessum slóðum. Rússarnir þurfa því yfirleitt að sjá sér sjálfir fyrir rafmagni, þó það heyri til undantekninga að jafn mikil mengun hljótist af. Íbúar í nágrenni hafnarinnar kvörtuðu til hafnaryfirvalda yfir megnri fýlu og sjónmengun af völdum reyksins. „Þetta er auðvitað mjög bagalegt og við vonum að gert verði við togarann með hraði svo við losnum við hann héðan sem fyrst,“ segir Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri. „Við vonuðumst til að losna við hann í dag, en umboðsmaður skipsins segir að búið verði að gera við hann á morgun og þá fari hann, sem við vonum að standist.“ Magnús Þórarinsson, umboðsmaður togarans, staðfesti við blaðamann að skipið myndi fara í dag ef allt gengur að óskum. Skipinu verður fyrst siglt út á ytri höfn í prufusiglingar og ef engin vandræði koma upp heldur það á miðin í framhaldi, íbúum Hafnarfjarðar án efa til mikillar ánægju.
Innlent Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira