Innlent

Slegið á frest

Akureyrarflugvöllur Lenging vallarins skiptir miklu fyrir möguleika á millilandaflugi.
Akureyrarflugvöllur Lenging vallarins skiptir miklu fyrir möguleika á millilandaflugi.

"Við teljum þetta mjög mikilvæga framkvæmd fyrir ferðaþjónustu og atvinnulíf á Norðurlandi og því eru það mikil vonbrigði að útboðinu verði frestað," segir Helena Karlsdóttir, stjórnarformaður Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Fyrirhugað hafði verið að bjóða lengingu Akureyrarflugvallar út í sumar.

"Lengingin er grundvallaratriði fyrir framtíðaruppbyggingu millilandaflugs á vellinum og maður veltir fyrir sér hvaða áhrif frestunin kunni að hafa á flugið og hugsanleg sóknarfæri. Eins og staðan er í dag þá er flugbrautin of stutt og það takmarkar nýtingarmöguleika vallarins," segir Helena.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×