Innlent

Fleiri útköll í sumar en áður

Björgunarsveitir Sumarið hefur verið óvenju annasamt hjá Landsbjörg.
Björgunarsveitir Sumarið hefur verið óvenju annasamt hjá Landsbjörg.

„Við finnum virkilega fyrir því að aðstoðarbeiðnum til okkar er að fjölga,“ segir Gunnar Stefánsson, sviðsstjóri hjá Landsbjörg. Í sumar hafa björgunarsveitir verið kallaðar til tvisvar til þrisvar sinnum á dag að jafnaði.

Gunnar segir fjölgun ferðamanna aðalástæðu þess að björgunarsveitir landsins hafi haft mikið að gera í sumar, en nefnir þar að auki miklar rigningar með tilheyrandi aurbleytu. „Einnig er mikið af erlendum ferðamönnum sem hafa kannski ekki okkar þekkingu á vegunum. Þeir halda að þeir geti farið lengra en gert er ráð fyrir að bíllinn komist, eins og á fólksbílum upp á hálendið,“ segir Gunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×