Innlent

Ágreiningur um greiðslur

Vegna greinar um að áhöfnin á Sunnuberginu hafi hugsanlega verið svikin um löndunarfrí vill Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda, koma því á framfæri að til úrvinnslu sé hvort skipverjar skuli hafa löndunarfrí þegar landað er á milli skipa við bryggju. Ef svo er myndu slíkar greiðslur aðeins ná til þeirra meðlima sem raunverulega vinna við löndun í tímavinnu en ekki allrar áhafnarinnar.

Stjórn AFLs telur hafið yfir vafa að greiða eigi fyrir landanir milli skipa við bryggju. Reikningur sem forsvarsmenn AFLs sendu fyrir hönd skipverja er í endurskoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×