Innlent

Vilja að farið sé norðar yfir fjörðinn

Jónas Guðmundsson
Jónas Guðmundsson

Leið ehf. hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar þess efnis að fyrirhugaðar framkvæmdir á þjóðvegi 1 milli Brúar og Staðarskála í Hrútafirði væru ekki líklegar til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif og skyldu framkvæmdirnar því ekki háðar mati á umhverfisáhrifum.

Um er að ræða tillögu Vegagerðarinnar um endurbætur á 7,6 kílómetra kafla á þjóðvegi 1, sem hefst tæpum kílómetra sunnan við Brú, þverar Hrútafjörðinn á nýjum stað og endar einum kílómetra norðan Staðarskála. Í tengslum við framkvæmdina yrði byggð ný tvíbreið brú yfir Hrútafjarðará auk þess sem einbreið brú yfir Selá á Djúpvegi yrði breikkuð.

Á vefsíðu Leiðar kemur fram að með þessu styttist leiðin milli Vestfjarða og Norðurlands um sjö kílómetra.

„Við viljum að aðrir möguleikar séu skoðaðir áður en farið er af stað. Með því að þvera fjörðinn til móts við Reyki tel ég að ná megi margþættum ávinningi, meðal annar styttir það leiðina milli Vestfjarða og Norðurlands um þrjátíu kílómetra,“ segir Jónas Guðmundsson, stjórnarformaður Leiðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×