Innlent

Biðjum eins

Salmann Tamimi
Salmann Tamimi

 Hizbollah-samtökin í Líbanon eru um þessar mundir í brennidepli vegna átakanna við Ísrael. Hizbollah eru yfirlýst samtök sjíamúslima. Salmann Tamimi er formaður félags múslima á Íslandi.

Hver er munurinn á súnní- og sjíamúslimum?

Okkur súnníum finnst að hæfasti og besti maðurinn eigi að vera valinn leiðtogi múslima. Sjíar segja að hann eigi að vera valinn úr fjölskyldu Múhammeðs. Þessi munur tengist trúnni ekki á neinn hátt því við biðjum nákvæmlega eins og allar athafnir eru eins. Þetta er bara spurning um pólitík.

Hvar eru flestir sjíar?

Flestir sjíar eru í Íran þar sem 99 prósent allra eru sjíar. Í Írak er helmingur þjóðarinnar sjíar og svo er dálítið í Líbanon.

Eru meðlimir Hizbollah sjíar?

Í samtökunum eru eru sjíar, súnníar og kristnir menn. Fólk býr í sátt og samlyndi og þessi skipting í sjía og súnnía er bara til að búa til vesen. Í Írak getur faðirinn til dæmis verið súnníi og synir hans sjíar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×