Landsmenn bítast um laus sæti í sólina 15. júlí 2006 03:30 Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Heimsferða "Framboðið er takmarkað en eftirspurnin vex með hverjum rigningardropa," segir Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Heimsferða. MYND/Valgarður Utanlandsferðir „Það er bitist um ferðirnar. Fólk hringir eða kemur til okkar og við reynum að koma til móts við óskirnar eins og hægt er en svo verður þetta bara samvinnuverkefni sem við leysum saman. Aðalatriðið er að ferðirnar séu vandaðar og þrjátíu stiga hiti. Það er það sem fólk spáir í," segir Þorvaldur Sverrisson, markaðsstjóri Úrvals-Útsýnar. Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir sólarlandaferðum síðustu vikur og er víðast uppselt. Þorvaldur segir að venjulega sé farið að hægja á sölunni en þannig sé það ekki nú. „Það er mjög mikil sala og öll pláss rifin út," segir hann. „Framboðið er takmarkað en eftirspurnin vex með hverjum rigningardropa. Það er lítið til af lausum sætum en fólk vill komast burt frá þessu veðri. Við eigum örfá sæti til en það er allt að klárast. Ég býst við að í næstu viku verði ekkert til fyrr en einhvern tímann í ágúst," segir Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Heimsferða. Þorvaldur segir að miklu hafi verið bætt við af sólarlandaferðum hjá Úrvali-Útsýn frá því í fyrra og fyrir tveimur mánuðum hefði verið reiknað með að það yrði töluvert af lausum sætum. „Við reiknuðum með að það yrði frekar offramboð á markaðnum í sumar, en nú fyllist hver vélin á fætur annarri. Við þurfum að finna gististaði jafnóðum. Það hefur tekist hingað til en það er daglegur barningur að sjá um að fólk geti komist út í sólina," segir hann. Þorvaldur segir heppni ef laust sæti finnist með litlum fyrirvara. Hann rifjar upp að kona ein hafi komið í Úrval-Útsýn nýlega með allar töskur pakkaðar. Hún var komin upp í flugvél tveimur tímum seinna á leið til Mallorca því að sú vél var einmitt að fara í loftið. „Þrátt fyrir gengisbreytingarnar eru ferðir til sólarlanda hagkvæmar. Þessar ferðir verða aldrei jafn dýrar og í gamla daga. Fólk hefur efni á þessu og nú er það farið að fresta sumarfríinu til að komast í fjörið hjá okkur," segir hann. Jenný Clausen, sölufulltrúi hjá Apollo, segir að álagið hafi verið gríðarlegt síðustu vikur og allar vélar nánast fullar. „Fólk biður okkur um að hringja ef eitthvað losnar eða við fáum fleiri herbergi," segir hún. Innlent Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Utanlandsferðir „Það er bitist um ferðirnar. Fólk hringir eða kemur til okkar og við reynum að koma til móts við óskirnar eins og hægt er en svo verður þetta bara samvinnuverkefni sem við leysum saman. Aðalatriðið er að ferðirnar séu vandaðar og þrjátíu stiga hiti. Það er það sem fólk spáir í," segir Þorvaldur Sverrisson, markaðsstjóri Úrvals-Útsýnar. Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir sólarlandaferðum síðustu vikur og er víðast uppselt. Þorvaldur segir að venjulega sé farið að hægja á sölunni en þannig sé það ekki nú. „Það er mjög mikil sala og öll pláss rifin út," segir hann. „Framboðið er takmarkað en eftirspurnin vex með hverjum rigningardropa. Það er lítið til af lausum sætum en fólk vill komast burt frá þessu veðri. Við eigum örfá sæti til en það er allt að klárast. Ég býst við að í næstu viku verði ekkert til fyrr en einhvern tímann í ágúst," segir Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Heimsferða. Þorvaldur segir að miklu hafi verið bætt við af sólarlandaferðum hjá Úrvali-Útsýn frá því í fyrra og fyrir tveimur mánuðum hefði verið reiknað með að það yrði töluvert af lausum sætum. „Við reiknuðum með að það yrði frekar offramboð á markaðnum í sumar, en nú fyllist hver vélin á fætur annarri. Við þurfum að finna gististaði jafnóðum. Það hefur tekist hingað til en það er daglegur barningur að sjá um að fólk geti komist út í sólina," segir hann. Þorvaldur segir heppni ef laust sæti finnist með litlum fyrirvara. Hann rifjar upp að kona ein hafi komið í Úrval-Útsýn nýlega með allar töskur pakkaðar. Hún var komin upp í flugvél tveimur tímum seinna á leið til Mallorca því að sú vél var einmitt að fara í loftið. „Þrátt fyrir gengisbreytingarnar eru ferðir til sólarlanda hagkvæmar. Þessar ferðir verða aldrei jafn dýrar og í gamla daga. Fólk hefur efni á þessu og nú er það farið að fresta sumarfríinu til að komast í fjörið hjá okkur," segir hann. Jenný Clausen, sölufulltrúi hjá Apollo, segir að álagið hafi verið gríðarlegt síðustu vikur og allar vélar nánast fullar. „Fólk biður okkur um að hringja ef eitthvað losnar eða við fáum fleiri herbergi," segir hún.
Innlent Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira