Innlent

Sæmd nafnbót heiðursdoktors

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, var sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Glasgow Caldonian háskólann í Skotlandi við hátíðlega athöfn þann 5. júlí síðastliðinn.

Henni var veitt nafnbótin fyrir að hafa um árabil tekið málstað menningarinnar, bæði í heimalandi sínu og á alþjóðlegum vettvangi, og fyrir að vera einarður talsmaður þess að menningarleg sjálfsvitund hverrar þjóðar auðveldi fólki að skilja menningu annarra. Háskólinn er sá átjándi sem sæmir Vigdísi heiðursdoktorsnafnbót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×