Innlent

Huglæg áhrif komin fram

Geir H. Haarde forsætisráðherra
"Toppurinn kemur fram á haustmánuðum," segir Geir H. Haarde forsætisráðherra um þróun verðbólgunnar.
Geir H. Haarde forsætisráðherra "Toppurinn kemur fram á haustmánuðum," segir Geir H. Haarde forsætisráðherra um þróun verðbólgunnar.

Geir H. Haarde forsætisráðherra telur að sú litla vísitöluhækkun sem varð á miðvikudaginn gefi vísbendingar um að verðbólgubreytingarnar á næstunni geti farið að réna þannig að verðbólgan gangi tiltölulega hratt niður eftir að toppnum er náð.

Toppurinn kemur fram einhvern tímann á haustmánuðum, kannski um áramót. Það er ómögulegt að segja, segir Geir og telur verðbólguna ganga svo hratt niður.

Forsætisráðherra telur samkomulag aðila vinnumarkaðarins og ráðstafanir ríkisstjórnarinnar hafa huglæg áhrif á þróun verðbólgunnar núna en býst við að áhrifin komi betur fram síðar. Vonandi verður það þegar frá líður. Hugmyndin var að reyna að flýta því að verðbólgan gengi niður, segir hann.

Ráðherrann segir fleiri ráðstafanir geta verið framundan hjá ríkisstjórninni en ekki hafi verið tekin ákvörðun um neitt. En við munum gera það ef þess reynist þörf. Það er alltaf gert jafnóðum, segir hann og vill ekki greina frá því hvort og þá hvað komi til greina.

Það liggur í hlutarins eðli og er partur af því að stjórna landinu að fylgjast með því hvenær þarf að grípa til aðgerða, segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×