Innlent

Fulltrúar stjórnarandstöðunnar um humyndir nefndarinnar

Fulltrúar stjórnarandstöðunnar eru sammála um það að hugmyndir nefndarinnar séu góðar en hafa áhyggjur af því að ekki fáist nægt fjármagn til að framkvæma þær.

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir Samfylkinguna lengi hafa talað fyrir því að auka vægi starfsnáms. Hingað til hefur það strandað á borði ríkisstjórnarinnar. Þetta er í sjálfu sér fagnaðarefni en það þarf að koma fjármagn með þessum áherslubreytingum. Hann er hissa á ummælum ráðherra um að draga þurfi úr miðstýringu í menntakerfinu. Þetta er sami ráðherra og barðist fyrir samræmdu stúdentsprófi, en hrökklaðist reyndar með það til baka, og þú finnur varla meiri miðstýringu en þann óskapnað.

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður vinstri grænna, segir tillögurnar að mestu samhljóða menntastefnu vinstri grænna. Mér líst vel á þetta. Þetta gæti orðið til þess að minnka brottfall en hins vegar er ekki búið að útfæra hvernig á að borga fyrir þetta.

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslyndra, segir hugmyndirnar áhugaverðar. Ég held að þetta gæti orðið til góðs að því leyti að fólk sjái minni þröskulda við að fara í verknám, vegna þess að það á greiða leið að stúdentsprófi að náminu loknu. Þetta er hins vegar dýrt í framkvæmd og gæti orðið flókið án samstarfs skóla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×