Innlent

Íbúarnir taki upp hanskann

Vinnuskólakrakkar Hafa snyrt borgina í sumar og fá nú að líkindum mikinn liðsauka.
Vinnuskólakrakkar Hafa snyrt borgina í sumar og fá nú að líkindum mikinn liðsauka.

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur efnt til átaks til hreinsunar borgarinnar og stendur það í sumar og næstu tvö sumur. Var átakið kynnt á fundi með íbúum í Breiðholti í gærkvöldi en fer formlega af stað með hreinsunardegi í Breiðholti laugardaginn 22. júlí.

"Við ætlum að hreinsa til í öllum hverfum borgarinnar og byrjum á Breiðholtinu, þar sem fimmtungur borgarbúa býr. Þar ætlum við að fegra hverfið eins mikið og mögulegt er á einum degi, með því að fá Breiðhyltinga í lið með okkur. Allir sem vettlingi geta valdið taka upp hanskann og hreinsa til," segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs Reykjavíkurborgar. Sams konar átak verður gert í öllum hverfum borgarinnar. Í átakinu er lögð áhersla á að virkja almenning og fyrirtæki til þess að hreinsa og hugsa vel um umhverfi sitt.

"Við ætlum að tyrfa knattspyrnuvelli, skipta um grindverk, hreinsa veggjakrot, skipta út gömlum leiktækjum og svo mætti lengi telja. Við borgarfulltrúarnir og borgarstjóri verðum þarna og tökum til hendinni. Breiðholtið er yndislegt hverfi sem því miður hefur ekki fengið næga athygli undanfarin ár," segir Gísli og bætir við að auk þessa átaks sé mikið lagt upp úr hreinsun allrar borgarinnar í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×