Sláandi áhrif atvinnuleysis 12. júlí 2006 07:30 Kunningsskapur virðist vega þyngra en vinnumiðlun þegar ráðið er í störf. Sláandi er hversu fljótt atvinnuleysi hefur áhrif á fólk, að sögn Elínar Valgerðar Margrétardóttur sem hefur gert rannsókn á úrræðum á vinnumarkaði fyrir atvinnulausa. Í rannsókninni tók Elín viðtöl við einstaklinga sem höfðu verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur og sóttu allir þjónustu Svæðisvinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins. „Sex mánuðir án atvinnu er skilgreint sem langtímaatvinnuleysi en það ætti að skilgreina eftir styttri tíma. Atvinnuleysi hefur fljótt áhrif á sjálfstraust fólks og eftir nokkurn tíma hætta þessir einstaklingar gjarnan markvissri atvinnuleit og eingangrast félagslega.“ Elín talaði einnig við einstaklinga á vinnumarkaði sem höfðu reynslu af starfsmannaráðningum. Þeir sem Elín talaði við sögðu kröfur vinnumarkaðarins hafa breyst mikið og að vinnumarkaðurinn krefðist mannlegra eiginleika sem ekki væri hægt að læra á námskeiði. „Þetta eru þættir eins og samskiptahæfni, áreiðanleiki, kurteisi, drifkraftur, sveigjanleiki og samvinna.“ Elín sagði að einn starfsmannastjórinn sem hún ræddi við hefði ekki leitað eftir starfskrafti hjá Vinnumiðlun og segir hún þetta hugsanlega endurspegla hið neikvæða viðhorf sem ríki til Vinnumiðlunar. „Út frá þessu má ætla að Svæðisvinnumiðlun Reykjavíkur þurfi að endurskilgreina hlutverk sitt og styðja við starfsfólk sitt til að það geti aðstoðað atvinnulaust fólk út á hinn fjölbreytta vinnumarkað.“ Elín segir að út frá rannsókninni megi draga þá ályktun að Vinnumiðlun sé ekki að skila tilætluðum árangri þegar kemur að því að útvega fólki störf, og að enginn viðmælenda hennar hefði fengið vinnu í gegnum Svæðisvinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins og þekktu heldur engan sem höfðu fengið vinnu þar til framtíðar. „Þá töluðu margir um að kunningsskapur vegi þyngra en vinnumiðlun þegar ráðið er í störf.“ Elín segir Svæðisvinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins vera með verkamannastörf og lágláunastörf á sinni könnu en sinni ekki háskólamenntuðum einstaklingum sem skyldi. Elín segir marga viðmælendur hennar hafa kvartað yfir því að ráðgjafahlutverk Svæðisvinnumiðlunar væri ábótavant og að þar skorti mannlegan stuðning. Elín segir fulltrúa Vinnumálastofnunar hafa viðurkennt að ráðgjafahlutverki Svæðisvinnumiðlunar væri ekki nægjanlega vel sinnt. Í maí var atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu 1,2 prósent. Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Sláandi er hversu fljótt atvinnuleysi hefur áhrif á fólk, að sögn Elínar Valgerðar Margrétardóttur sem hefur gert rannsókn á úrræðum á vinnumarkaði fyrir atvinnulausa. Í rannsókninni tók Elín viðtöl við einstaklinga sem höfðu verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur og sóttu allir þjónustu Svæðisvinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins. „Sex mánuðir án atvinnu er skilgreint sem langtímaatvinnuleysi en það ætti að skilgreina eftir styttri tíma. Atvinnuleysi hefur fljótt áhrif á sjálfstraust fólks og eftir nokkurn tíma hætta þessir einstaklingar gjarnan markvissri atvinnuleit og eingangrast félagslega.“ Elín talaði einnig við einstaklinga á vinnumarkaði sem höfðu reynslu af starfsmannaráðningum. Þeir sem Elín talaði við sögðu kröfur vinnumarkaðarins hafa breyst mikið og að vinnumarkaðurinn krefðist mannlegra eiginleika sem ekki væri hægt að læra á námskeiði. „Þetta eru þættir eins og samskiptahæfni, áreiðanleiki, kurteisi, drifkraftur, sveigjanleiki og samvinna.“ Elín sagði að einn starfsmannastjórinn sem hún ræddi við hefði ekki leitað eftir starfskrafti hjá Vinnumiðlun og segir hún þetta hugsanlega endurspegla hið neikvæða viðhorf sem ríki til Vinnumiðlunar. „Út frá þessu má ætla að Svæðisvinnumiðlun Reykjavíkur þurfi að endurskilgreina hlutverk sitt og styðja við starfsfólk sitt til að það geti aðstoðað atvinnulaust fólk út á hinn fjölbreytta vinnumarkað.“ Elín segir að út frá rannsókninni megi draga þá ályktun að Vinnumiðlun sé ekki að skila tilætluðum árangri þegar kemur að því að útvega fólki störf, og að enginn viðmælenda hennar hefði fengið vinnu í gegnum Svæðisvinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins og þekktu heldur engan sem höfðu fengið vinnu þar til framtíðar. „Þá töluðu margir um að kunningsskapur vegi þyngra en vinnumiðlun þegar ráðið er í störf.“ Elín segir Svæðisvinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins vera með verkamannastörf og lágláunastörf á sinni könnu en sinni ekki háskólamenntuðum einstaklingum sem skyldi. Elín segir marga viðmælendur hennar hafa kvartað yfir því að ráðgjafahlutverk Svæðisvinnumiðlunar væri ábótavant og að þar skorti mannlegan stuðning. Elín segir fulltrúa Vinnumálastofnunar hafa viðurkennt að ráðgjafahlutverki Svæðisvinnumiðlunar væri ekki nægjanlega vel sinnt. Í maí var atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu 1,2 prósent.
Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira