Ætluðu ekki að spila gegn Svisslendingum 19. júní 2006 13:30 leikmenn tógó Fagna hér marki sínu í 2-1 tapleik gegn Suður-Kóreu en þeir eiga í hörðum deilum þessa dagana. MYND/nordicphotos/afp FIFA þurfti að hafa afskipti af leikmönnum Tógó sem ætluðu sér ekki að mæta í leikinn gegn Sviss í G-riðli HM í dag. Leikmenn liðsins eiga í deilum við knattspyrnusamband landsins vegna greiðslu fyrir að spila á mótinu og á meðan deilan stendur gátu þeir ekki hugsað sér að spila. "Þeir vildu ekki spila leikinn," sagði talsmaður FIFA sem talaði leikmenn Tógó til í gær. "Við tjáðum þeim að ef þeir mættu ekki hefði það mikil áhrif og þeim var tjáð hversu óraunsæir og ósanngjarnir þeir voru," bætti talsmaðurinn við en leikmenn Tógó fóru ekki úr æfingabúðum sínum í tæka tíð gær og misstu því af flugi sínu til Dortmund þar sem leikurinn fer fram í dag. Eftir miklar umræður ákváðu þeir loksins að fara og nældu sér í flug á síðustu stundu. "Við erum í rútunni núna," sagði Otto Pfister í símaviðtali í gær en bætti við að hann hefði ekki hugmynd um hvort deilan hefði leyst og að hann hefði ekki áhuga á því að vita það. Pfister sjálfur hætti rétt fyrir fyrsta leikinn gegn Suður-Kóreu, en hætti síðan við að hætta á síðustu stundu. Það er því greinilega ekki tekið með sældinni að fara með Tógó á HM í Þýskalandi. Leikmenn frá þessu smáríki í Afríku heimtuðu 155.000 evrur hver fyrir að spila á mótinu frá knattspyrnusambandi Tógó, 30.000 evrur fyrir sigur og helming þess fyrir jafntefli. Forráðamenn knattspyrnusambandsins sögðu þó að þessar upphæðir væru alltof háar en meðaltekjur í Tógó eru undir 800 evrum á mánuði. Aldrei hefur það gerst að lið sem komist hefur í lokakeppni HM hafi ekki mætt í leik í 76 ára langri sögu HM, en það stóð tæpt í þetta sinn. Þjóð sem gerir það á yfir höfði sér háa fjársekt og líklega útilokun frá næstu heimsmeistarakeppni. Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Sjá meira
FIFA þurfti að hafa afskipti af leikmönnum Tógó sem ætluðu sér ekki að mæta í leikinn gegn Sviss í G-riðli HM í dag. Leikmenn liðsins eiga í deilum við knattspyrnusamband landsins vegna greiðslu fyrir að spila á mótinu og á meðan deilan stendur gátu þeir ekki hugsað sér að spila. "Þeir vildu ekki spila leikinn," sagði talsmaður FIFA sem talaði leikmenn Tógó til í gær. "Við tjáðum þeim að ef þeir mættu ekki hefði það mikil áhrif og þeim var tjáð hversu óraunsæir og ósanngjarnir þeir voru," bætti talsmaðurinn við en leikmenn Tógó fóru ekki úr æfingabúðum sínum í tæka tíð gær og misstu því af flugi sínu til Dortmund þar sem leikurinn fer fram í dag. Eftir miklar umræður ákváðu þeir loksins að fara og nældu sér í flug á síðustu stundu. "Við erum í rútunni núna," sagði Otto Pfister í símaviðtali í gær en bætti við að hann hefði ekki hugmynd um hvort deilan hefði leyst og að hann hefði ekki áhuga á því að vita það. Pfister sjálfur hætti rétt fyrir fyrsta leikinn gegn Suður-Kóreu, en hætti síðan við að hætta á síðustu stundu. Það er því greinilega ekki tekið með sældinni að fara með Tógó á HM í Þýskalandi. Leikmenn frá þessu smáríki í Afríku heimtuðu 155.000 evrur hver fyrir að spila á mótinu frá knattspyrnusambandi Tógó, 30.000 evrur fyrir sigur og helming þess fyrir jafntefli. Forráðamenn knattspyrnusambandsins sögðu þó að þessar upphæðir væru alltof háar en meðaltekjur í Tógó eru undir 800 evrum á mánuði. Aldrei hefur það gerst að lið sem komist hefur í lokakeppni HM hafi ekki mætt í leik í 76 ára langri sögu HM, en það stóð tæpt í þetta sinn. Þjóð sem gerir það á yfir höfði sér háa fjársekt og líklega útilokun frá næstu heimsmeistarakeppni.
Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Sjá meira