Mannréttindadómstóll vísar máli Kjartans frá 28. desember 2005 19:00 MYND/Teitur Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, vegna dóms Hæstaréttar Íslands. Kjartan skaut málinu til mannréttindadómstólsins eftir að Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og þáverandi framkvæmdastjóri Norðurljósa, var sýknaður í meiðyrðamáli. Kjartan Gunnarsson höfðaði mál á hendur Sigurði G. Guðjónssyni eftir að hann skrifaði grein í Dag árið 2000, þar sem sagði að hann hefði leitað eftir viðskiptum við Landsbankann fyrir hönd íslenska útvarpssfélagsins en Kjartan Gunnarsson var þá formaður bankaráðs. 29. júlí árið 1994 hefði félaginu borist bréf frá Landsbankanum þar sem sagði að bankinn vildi ekki eiga viðskipti við félagið. Í grein Sigurðar sagði orðrétt: „Engar skýringar fengust, þó var okkur sagt sem stóðum í forsvari fyrir viðræðum við bankann að Kjartan Gunnarsson legðist gegn því að Landsbanki Íslands ætti viðskipti við félag sem Jón Ólafsson ætti aðild að." Kjartan krafðist þess fyrir dómi að þessi setning yrði dæmd ómerk. Þá vildi Kjartan einnig ómerkja setningu þar sem Sigurður fjallaði um að sparisjóðirnir hefðu séð ábata í viðskiptum við félagið. Þar sagði orðrétt. „Þar var ákvörðun um viðskipti við Íslenska útvarpsfélagið hf tekin á grundvelli viðskiptalegra hagsmuna sparisjóðanna en ekki á þeim forsendum hvað væri Sjálfstæðisflokknum fyrir bestu og forkólfum fjármálaráðs flokksins þóknanlegt." Sigurður G. Guðjónsson var sýknaður bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti sem taldi að Kjartan Gunnarsson yrði að þola opinbera umræðu um störf sín. Kjartan skaut hins vegar málinu til Mannréttindadómstólsins í Strasbourg sem hefur nú vísað því frá, þar sem ekki hafi tekist að leiða í ljós annmarka á dómi Hæstaréttar þegar málið var reifað. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, vegna dóms Hæstaréttar Íslands. Kjartan skaut málinu til mannréttindadómstólsins eftir að Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og þáverandi framkvæmdastjóri Norðurljósa, var sýknaður í meiðyrðamáli. Kjartan Gunnarsson höfðaði mál á hendur Sigurði G. Guðjónssyni eftir að hann skrifaði grein í Dag árið 2000, þar sem sagði að hann hefði leitað eftir viðskiptum við Landsbankann fyrir hönd íslenska útvarpssfélagsins en Kjartan Gunnarsson var þá formaður bankaráðs. 29. júlí árið 1994 hefði félaginu borist bréf frá Landsbankanum þar sem sagði að bankinn vildi ekki eiga viðskipti við félagið. Í grein Sigurðar sagði orðrétt: „Engar skýringar fengust, þó var okkur sagt sem stóðum í forsvari fyrir viðræðum við bankann að Kjartan Gunnarsson legðist gegn því að Landsbanki Íslands ætti viðskipti við félag sem Jón Ólafsson ætti aðild að." Kjartan krafðist þess fyrir dómi að þessi setning yrði dæmd ómerk. Þá vildi Kjartan einnig ómerkja setningu þar sem Sigurður fjallaði um að sparisjóðirnir hefðu séð ábata í viðskiptum við félagið. Þar sagði orðrétt. „Þar var ákvörðun um viðskipti við Íslenska útvarpsfélagið hf tekin á grundvelli viðskiptalegra hagsmuna sparisjóðanna en ekki á þeim forsendum hvað væri Sjálfstæðisflokknum fyrir bestu og forkólfum fjármálaráðs flokksins þóknanlegt." Sigurður G. Guðjónsson var sýknaður bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti sem taldi að Kjartan Gunnarsson yrði að þola opinbera umræðu um störf sín. Kjartan skaut hins vegar málinu til Mannréttindadómstólsins í Strasbourg sem hefur nú vísað því frá, þar sem ekki hafi tekist að leiða í ljós annmarka á dómi Hæstaréttar þegar málið var reifað.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira