Innlent

Atlantsskip undirrita samning við DFDS Transport

MYND/Róbert Reynisson

Atlantsskip hafa undirritað samstarfssaming við flutningsfyrirtækið DFDS Transport um flutninga fyrirtækisins í Skandinavíu. DFDS Transport er öflugasti forflutningsaðilinn á þessu svæði og er samningurinn því mikil viðurkenning fyrir Atlantsskip og ljóst að flutningsgeta fyrirtækisins mun aukast til muna frá því sem áður hefur verið. Íslensk fyrirtæki þekkja vel til DFDS þar sem það hefur verið í nánu samstarfi við önnur íslensk flutningsfyrirtæki um árabil.

DFDS TRANSPORT er danskt fyrirtæki sem var stofnað árið 1866 en hjá fyrirtækinu starfa um 10.000 manns á 250 skrifstofum í 29 löndum. Fyrirtækið býður upp á alhliða flutningsþjónustu víðsvegar um heim bæði hvað flug- og sjósendingar varðar og í samstarfi við Atlantsskip munu fyrirtækin bjóða góða þjónustu á hagstæðu verði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×