Maður ók bíl sínum á hross á Eyrarbakkavegi í myrkri og hálku í nótt, og meiddist hesturinn svo mikið að lögregla aflífaði hann á staðnum. Fleiri hestar höfðu sloppið út úr girðingu og hafði bóndinn orðið þess var og var að leita að þeim þegar slysið varð. Bíllinn stórskemmdist og var óökufær eftir.

