Keane fer til Celtic í vikunni

Þær fregnir bárust nú rétt í þessu frá höfuðstöðvum BBC í Skotlandi að fréttastöðin hafi heimildir fyrir því að Roy Keane muni ganga til liðs við Glasgow Celtic í vikunni og að einn af stærri hluthöfum í félaginu hafi boðist til að greiða stóran hluta launa hans úr eigin vasa ef hann féllist á að ganga til liðs við félagið sem hann hefur borið hug til síðan hann var strákur.