Skipstjóri Hörpunnar var ölvaður þegar báturinn steytti á skeri 13. desember 2005 18:09 Eigandi skemmtibátsins Hörpunnar sem steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi í haust og sökk með þeim afleiðingum að tveir fórust, var undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skipinu. Hann var einn við stjórn bátsins í ferðinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar lögreglunnar á tildrögum slyssins. Lögreglan sendi fyrir stundu frá sér tilkynningu svohljóðandi: „Aðfaranótt laugardagsins 10. september sl. steytti skemmtibáturinn Harpa á skeri og sökk á Viðeyjarsundi. Í slysinu fórust karl og kona. Lögreglan í Reykjavík hefur rannsakað tildrög slyssins. Við rannsóknina hefur eftirfarandi m.a. komið fram: Í bátnum var GPS staðsetningarbúnaður sem skráði staðsetningu, tíma, stefnu og hraða bátsins. Þessi ferð bátsins hófst nokkru eftir kl. 19 að kvöldi föstudagsins 9. september, þegar siglt var frá Snarfarahöfn, um ytri höfnina og inn á Reykjavíkuhöfn, Gömlu höfnina. Þaðan var siglt út á Sundin, m.a. með viðkomu í Þerney, þar var viðdvöl í 1 klst. og 40 mínútur. Síðar lá leiðin inn Elliðavog þar sem ma. var lagst að bryggju í Bryggjuhverfinu um kl. 22.47. Þaðan er siglt af stað aftur um kl. 00.55 Síðasti hluti siglingarinnar var um Viðeyjarsund til vesturs. Út af Laugarnesi var stefnunni breytt, snúið við og siglt til baka. Þá var klukkan orðin rúmlega hálf tvö um nóttina, rigning og myrkur. Eftir að bátnum var snúið við var honum siglt á auknum hraða og skv. GPS tækinu var báturinn á 17 hnúta hraða þegar hann lenti á Skarfaskeri um kl. 01.38. Nokkru síðar, eftir að hafa verið kyrr við eða á skerinu í 20 mínútur, var bátnum siglt frá skerinu og áfram áleiðis austur Viðeyjarsund. Vegna skemmda sem hlutust af ásiglingunni var kominn leki að bátnum, honum hvolfdi og hann sökk, eftir að hafa verið siglt nokkur hundruð metra í austur frá Skarfaskeri. GPS tækið hætti að skrá kl. 02.06. Símasamband var við bátinn um GSM síma frá kl. 01.49;45 til kl. 02.27;42. Eigandi bátsins var skipstjóri í umræddri ferð. Að lokinni rannsókn á atvikum og öllum þáttum málsins er það niðurstaða lögreglu að hann hafi einn verið við stjórn bátsins. Staðfest er að hann var undir áhrifum áfengis. Rannsókn málsins er lokið." Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Eigandi skemmtibátsins Hörpunnar sem steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi í haust og sökk með þeim afleiðingum að tveir fórust, var undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skipinu. Hann var einn við stjórn bátsins í ferðinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar lögreglunnar á tildrögum slyssins. Lögreglan sendi fyrir stundu frá sér tilkynningu svohljóðandi: „Aðfaranótt laugardagsins 10. september sl. steytti skemmtibáturinn Harpa á skeri og sökk á Viðeyjarsundi. Í slysinu fórust karl og kona. Lögreglan í Reykjavík hefur rannsakað tildrög slyssins. Við rannsóknina hefur eftirfarandi m.a. komið fram: Í bátnum var GPS staðsetningarbúnaður sem skráði staðsetningu, tíma, stefnu og hraða bátsins. Þessi ferð bátsins hófst nokkru eftir kl. 19 að kvöldi föstudagsins 9. september, þegar siglt var frá Snarfarahöfn, um ytri höfnina og inn á Reykjavíkuhöfn, Gömlu höfnina. Þaðan var siglt út á Sundin, m.a. með viðkomu í Þerney, þar var viðdvöl í 1 klst. og 40 mínútur. Síðar lá leiðin inn Elliðavog þar sem ma. var lagst að bryggju í Bryggjuhverfinu um kl. 22.47. Þaðan er siglt af stað aftur um kl. 00.55 Síðasti hluti siglingarinnar var um Viðeyjarsund til vesturs. Út af Laugarnesi var stefnunni breytt, snúið við og siglt til baka. Þá var klukkan orðin rúmlega hálf tvö um nóttina, rigning og myrkur. Eftir að bátnum var snúið við var honum siglt á auknum hraða og skv. GPS tækinu var báturinn á 17 hnúta hraða þegar hann lenti á Skarfaskeri um kl. 01.38. Nokkru síðar, eftir að hafa verið kyrr við eða á skerinu í 20 mínútur, var bátnum siglt frá skerinu og áfram áleiðis austur Viðeyjarsund. Vegna skemmda sem hlutust af ásiglingunni var kominn leki að bátnum, honum hvolfdi og hann sökk, eftir að hafa verið siglt nokkur hundruð metra í austur frá Skarfaskeri. GPS tækið hætti að skrá kl. 02.06. Símasamband var við bátinn um GSM síma frá kl. 01.49;45 til kl. 02.27;42. Eigandi bátsins var skipstjóri í umræddri ferð. Að lokinni rannsókn á atvikum og öllum þáttum málsins er það niðurstaða lögreglu að hann hafi einn verið við stjórn bátsins. Staðfest er að hann var undir áhrifum áfengis. Rannsókn málsins er lokið."
Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira