
Sport
Walcott verður eftirsóttur í janúar

Hinn ungi og efnilegi Theo Walcott hjá Southampton verður líklega eftirsóttur þegar opnar fyrir leikmannamarkaðinn á Englandi í janúar, en þessi 16 ára gamli framherji hefur þegar vakið athygli Chelsea og Arsenal. Talið er að verðmiðinn á drengnum verði um átta milljónir punda, en hann hefur lýst yfir áhuga sínum á að fara frá Southampton.