Roberton Mancini hefur fulla trú á því að lið hans Inter Milan geti veitt AC Milan og Juventus verðuga samkeppni í baráttunni um ítalska meistaratitilinn eftir að lið hans lagði erkifjendur sína í AC í Milanoslagnum í gær, 3-2.
Inter er sem stendur í öðru sæti í deildinni með 32 stig úr 15 leikjum, en er enn 10 stigum á eftir meisturum Juventus, sem burstuðu Cagliari 4-0 um helgina.
"Juventus á skilið að vera á toppnum, því liðið hefur leikið afar vel, en það er langt eftir af tímabilinu og við getum enn náð þeim," sagði Manchini í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina í gær.
"Þegar ég var leikmaður vann ég meistaratitilinn með því að vinna upp níu stiga forskot á Juventus á sínum tíma og ég hef líka verið í liði sem tapaði titlinum eftir að hafa verið með sjö stiga forskot, sem sýnir að allt getur gerst í fótboltanum. Þetta veltur mikið á því hvernig okkur tekst til fram að miðbiki deildarkeppninnar þann 15. janúar," sagði Mancini.