Ríkissjóður var í dag sýknaður af fimm milljóna króna skaðabótakröfu hjóna sem var gert að farga aligæsum á búi sínu eftir að salmonella greindist í gæsunum. Dýralæknir fyrirskipaði förgunina og fóru hjónin að kröfu hans.
Þegar hjónin leituðu bóta var þeim neitað um hana á grundvelli þess að landbúnaðarráðuneytið hefði ekki krafist förgunar og féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á þau rök.