Harry Redknapp, stjóri Southampton, segir að hann ætli að einbeita sér að því að stýra sínu liði í framtíðinni, en beiðni Portsmouth um að fá að ræða við hann hefur hingað til verið hafnað af forráðamönnum Southampton.
"Ég verð að segja að umleitanir Portsmouth komu mér nokkuð á óvart, en þeim var neitað um leyfi til að ræða við mig og á meðan svo er, einbeiti ég mér að sjálfssögðu bara að næsta leik," sagði Redknapp.