
Sport
Gary Neville gerður að fyrirliða

Sir Alex Ferguson tilkynnti í morgun að Gary Neville yrði fyrirliði Manchester United í stað Roy Keane. Ferguson hafði áður sagt að valið stæði á milli þeirra Neville, Ryan Giggs og Ruud Van Nistelrooy, en nú þegar Neville er orðinn góður af meiðslum sínum, hefur Ferguson ákveðið að láta hinn þrítuga varnarmann bera fyrirliðabandið framvegis.