Annar drengjanna sem brenndust illa þegar þeir voru að fikta með eldfiman vökva í Grafarvogi á sunndagskvöld er enn á gjörgæsludeild Landspítalans og óvíst hvenær hann losnar þaðan. Honum er haldið sofandi í öndunarvél en hann brann á um 30 prósentum líkamans. Félagi hans, sem ekki brenndist eins mikið, er nú kominn á almenna deild og verður þar næstu daga að sögn vakthafandi læknis.
Annar drengjanna sem brenndust enn á gjörgæslu
