Innlent

Íslandsbanki metinn á rúmlega 200 milljarða

Íslandsbanki er nú metinn á tæplega tvöhundruð og fimmtán milljarða króna eftir níu mánaða uppgjör félagsins. Miðað er við 16,8 krónur á hlut á 12.783 milljóna útistandandi hlutafé í lok september.Greiningardeild Íslandsbanka vann verðmatið og segir talsvert breyttar forsendur liggja að baki nýju mati miðað við þær forsendur sem gerðar voru í síðasta verðmati í lok desember 2004.

Mestu skipta breyttar forsendur vegna sölunnar á 66,6% hlutafjár í Sjóvá og þær breytingar á fjárhagslegum markmiðum bankans sem nýlega voru kynntar samhliða níu mánaða uppgjöri. Í nýjum markmiðum felst einkum breytt stefna til aukins vaxtar á erlendum mörkuðum, eins og þegar hefur komið fram með nýlegum yfirtökum í Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×