Deilt um hæfi Björns 16. nóvember 2005 21:00 Sérskipaður ríkissaksóknari í Baugsmálinu, Sigurður Tómas Magnússon, sagði í dómsal í dag að þótt ekki mætti lesa sérstaka velvild úr skrifum dómsmálaráðherra í garð Baugs, þá efaðist hann ekki um hæfi ráðherra til að hafa afskipti af málinu. Verjendur héldu hins vegar fram vanhæfi dómsmálaráðherra til að skipa Sigurð Tómas til að fara með málið í heild. Tekið var fyrir í Hérðasdómi Reykjavíkur í dag hvort Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi verið hæfur til þess að skipa Sigurð Tómas Magnússon sem sérstakan saksóknara í Baugsmálinu. Ríkislögreglustjóri óskaði eftir því skriflega í gær að Sigurður Tómas tæki við þeim ákæruliðum sem hans embætti hefði enn til meðferðar. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sagði að í gær hefði hann fengið bréf í gærkvöldi að Sigurður Tómas hefði tekið málið yfir og hann benti á að það hefði verið frétt fyrir þeim. Gestur Jónsson talaði fyrir hönd verjenda og sagði Björn Bjarnason vanhæfan vegna óvinsamlegra skrifa í garð Baugs og sakborninga. Settur saksóknari sagðist gera sér grein fyrir að ekki væri hægt að lesa sérstaka velvild úr skrifum Björns en sagi óvelvild þurfa að vera mun skýrari til að valda vanhæfi. Gestur Jónsson sagði sakborninga hafa fulla ástæðu til þess að efast um hæfi dómsmálaráðherra og tiltók hann fjölda dæma um skrif ráðherrans á heimasíðu sinni og annarsstaðar opinberlega. Hann lagði fram upptalningu á slíkum skrifum á átta blaðsíðum með völdum dæmum fyrir dómara til hliðsjónar. Sigurður Tómas segir ljóst að Björn Bjarnason hafi verið virkur í pólitískri umræðu um langt skeið og ekki væri óeðlilegt fyrir hann sem stjórnmálamann að taka afstöðu til stórra fyrirtækja sem hafa áhrif á þjóðlífið með einum eða örðum hætti. Þá vildu verjendur meina að Sigurður Tómas yrði í beinu framhaldi vanhæfur til þess að fjalla um málið ef dómsmálaráðherra yrði fundinn vanhæfur. Sigurður Tómas var ósammála þessu og vildi meina að ef dómsmálaráðherra yrði úrskurðaður vanhæfur gæti það ekki haft áhrif á hæfi hans sjálfs til þess að fara með málið. Héraðsdómur tók ágreiningsefnin til úrskurðar en ekki er ljóst hvenær sá úrskurður mun liggja fyrir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Sérskipaður ríkissaksóknari í Baugsmálinu, Sigurður Tómas Magnússon, sagði í dómsal í dag að þótt ekki mætti lesa sérstaka velvild úr skrifum dómsmálaráðherra í garð Baugs, þá efaðist hann ekki um hæfi ráðherra til að hafa afskipti af málinu. Verjendur héldu hins vegar fram vanhæfi dómsmálaráðherra til að skipa Sigurð Tómas til að fara með málið í heild. Tekið var fyrir í Hérðasdómi Reykjavíkur í dag hvort Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi verið hæfur til þess að skipa Sigurð Tómas Magnússon sem sérstakan saksóknara í Baugsmálinu. Ríkislögreglustjóri óskaði eftir því skriflega í gær að Sigurður Tómas tæki við þeim ákæruliðum sem hans embætti hefði enn til meðferðar. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sagði að í gær hefði hann fengið bréf í gærkvöldi að Sigurður Tómas hefði tekið málið yfir og hann benti á að það hefði verið frétt fyrir þeim. Gestur Jónsson talaði fyrir hönd verjenda og sagði Björn Bjarnason vanhæfan vegna óvinsamlegra skrifa í garð Baugs og sakborninga. Settur saksóknari sagðist gera sér grein fyrir að ekki væri hægt að lesa sérstaka velvild úr skrifum Björns en sagi óvelvild þurfa að vera mun skýrari til að valda vanhæfi. Gestur Jónsson sagði sakborninga hafa fulla ástæðu til þess að efast um hæfi dómsmálaráðherra og tiltók hann fjölda dæma um skrif ráðherrans á heimasíðu sinni og annarsstaðar opinberlega. Hann lagði fram upptalningu á slíkum skrifum á átta blaðsíðum með völdum dæmum fyrir dómara til hliðsjónar. Sigurður Tómas segir ljóst að Björn Bjarnason hafi verið virkur í pólitískri umræðu um langt skeið og ekki væri óeðlilegt fyrir hann sem stjórnmálamann að taka afstöðu til stórra fyrirtækja sem hafa áhrif á þjóðlífið með einum eða örðum hætti. Þá vildu verjendur meina að Sigurður Tómas yrði í beinu framhaldi vanhæfur til þess að fjalla um málið ef dómsmálaráðherra yrði fundinn vanhæfur. Sigurður Tómas var ósammála þessu og vildi meina að ef dómsmálaráðherra yrði úrskurðaður vanhæfur gæti það ekki haft áhrif á hæfi hans sjálfs til þess að fara með málið. Héraðsdómur tók ágreiningsefnin til úrskurðar en ekki er ljóst hvenær sá úrskurður mun liggja fyrir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira