Við spiluðum eins og kerlingar 16. nóvember 2005 17:45 Age Hareide, landsliðsþjálfari Norðmanna. Þykir ekki sérstaklega orðheppinn. NordicPhotos/GettyImages Age Hareide, þjálfari Norðmanna var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna gegn Tékkum í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM í Þýskalandi næsta sumar, en síðari leikurinn fer fram í Tékklandi nú í kvöld. Hareide sagði að sínir menn hefðu spilað eins og kerlingar, en það fór fyrir brjóstið á nokkrum löndum hans. Norðmenn töpuðu leiknum 1-0 í Osló og eiga því erfitt verkefni fyrir höndum ef þeir ætla sér að komast á HM. Hareide sagði eftir leikinn að liðið hefði spilað eins og kerlingar á háum hælum í leiknum. "Við vorum eins og konur í leiknum. Háir hælar og fótboltaskór - við tipluðum um á háum hælum," sagði Hareide. Þessi ummæli þóttu ekki sérstaklega vel við hæfi í ljósi þess að kvennalandslið Norðmanna hefur verið að gera fína hluti á knattspyrnuvellinum undanfarin ár og vann meðal annars gull á Ólympíuleikunum í Sidney og varð í öðru sæti á Evrópumótinu í ár. Solveig Gudbrandsen, leikmaður norska kvennalandsliðsins, sagði að ummælin væru ósanngjörn og bæru vott um karlrembu. "Mér finnst þetta nú ekki atvinnumannsbragur á þessum ummælum og mér finnast skoðanir hans á konum nokkuð skelfilegar. Hann hefði kannski átt að sjá hvernig við spiluðum á EM í ár, ég veit ekki hvort hann hefði kallað það að tipla á tánum," sagði Solveig. Það á svo væntanlega eftir að koma í ljós í kvöld hvort norska liðið tiplar um á háum hælum, eða hvort það bítur í skjaldarrendur kemst á HM. Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Fleiri fréttir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum Sjá meira
Age Hareide, þjálfari Norðmanna var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna gegn Tékkum í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM í Þýskalandi næsta sumar, en síðari leikurinn fer fram í Tékklandi nú í kvöld. Hareide sagði að sínir menn hefðu spilað eins og kerlingar, en það fór fyrir brjóstið á nokkrum löndum hans. Norðmenn töpuðu leiknum 1-0 í Osló og eiga því erfitt verkefni fyrir höndum ef þeir ætla sér að komast á HM. Hareide sagði eftir leikinn að liðið hefði spilað eins og kerlingar á háum hælum í leiknum. "Við vorum eins og konur í leiknum. Háir hælar og fótboltaskór - við tipluðum um á háum hælum," sagði Hareide. Þessi ummæli þóttu ekki sérstaklega vel við hæfi í ljósi þess að kvennalandslið Norðmanna hefur verið að gera fína hluti á knattspyrnuvellinum undanfarin ár og vann meðal annars gull á Ólympíuleikunum í Sidney og varð í öðru sæti á Evrópumótinu í ár. Solveig Gudbrandsen, leikmaður norska kvennalandsliðsins, sagði að ummælin væru ósanngjörn og bæru vott um karlrembu. "Mér finnst þetta nú ekki atvinnumannsbragur á þessum ummælum og mér finnast skoðanir hans á konum nokkuð skelfilegar. Hann hefði kannski átt að sjá hvernig við spiluðum á EM í ár, ég veit ekki hvort hann hefði kallað það að tipla á tánum," sagði Solveig. Það á svo væntanlega eftir að koma í ljós í kvöld hvort norska liðið tiplar um á háum hælum, eða hvort það bítur í skjaldarrendur kemst á HM.
Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Fleiri fréttir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum Sjá meira