Samningar í höfn - eingreiðsla í desember 15. nóvember 2005 18:13 Launþegar fá 26 þúsund króna eingreiðslu strax og 0,65 prósenta viðbótarlaunahækkun eftir rúmt ár, samkvæmt samkomulagi sem náðist nú undir kvöld milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um framhald kjarasamninga. Þá verða atvinnuleysisbætur hækkaðar verulega, samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem jafnframt kemur að lausn málsins með því létta á örorkubyrði lífeyrissjóða og fleiri aðgerðum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir niðurstöðuna draga úr verðbólgu og auka stöðugleikann. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands mættu nú síðdegis í Ráðherrabústaðinn til fundar við þá fjóra ráðherra sem mynda ríkisfjármálanefnd en þar var ætlunin að slá smiðshöggið á þríhliða samkomulag fulltrúa launþega, atvinnurekenda og ríkisvalds í því skyni að tryggja áframhald kjarasamninga. Uppsögn þeirra vofði yfir þar sem verðbólga síðustu tólf mánaða fór yfir þau mörk sem forsendur kjarasamninga miðuðu við. Samkomulagið gerir ráð fyrir að launþegum verði bætt umframverðbólgan með 26 þúsund króna eingreiðslu strax en síðan 0,65 prósenta viðbótarlaunahækkun 1. janúar 2007. Þá kemur ríkisstjórnin að samkomulagi um hækkun atvinnuleysisbóta þar sem lágmarksbætur fyrstu tíu daga hækka í 96 þúsund krónur. Þá eru atvinnuleysisbætur í fyrsta sinn tekjutengdar þannig að menn fá í allt að þrjá mánuði 70 prósent at tekjum, þó ekki meira en 170 þúsund krónur á mánuði. Þá lýsir ríkisstjórnin því yfir að hún mun koma að samstarfi aðila vinnumarkaðarins og lífeyruissjóða um að leita leiða til að draga úr vaxandi örorkubyrði. Hallór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði að allir væru fegnir þar sem óvissa hefði ríkt undanfarið. Hann sagði að samningurinn skipti miklu máli fyrir áframhaldandi stöðugleika og hann sagði ríkisstjórnina hafa lagt mikið á sig til þess að halda þeim stöðugleika og að ná samningunum. Honum fannst örorkumálin vega þyngst í framlagi ríkisstjórnarinnar og sagði að mikilvægt væri að semja reglur um það. Hann sagði ríkisstjórnina eiga eftir að útfæra það nánar og að nefnd færi í málið. Halldór sagði þetta koma til með að draga úr verðbólgu. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira
Launþegar fá 26 þúsund króna eingreiðslu strax og 0,65 prósenta viðbótarlaunahækkun eftir rúmt ár, samkvæmt samkomulagi sem náðist nú undir kvöld milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um framhald kjarasamninga. Þá verða atvinnuleysisbætur hækkaðar verulega, samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem jafnframt kemur að lausn málsins með því létta á örorkubyrði lífeyrissjóða og fleiri aðgerðum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir niðurstöðuna draga úr verðbólgu og auka stöðugleikann. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands mættu nú síðdegis í Ráðherrabústaðinn til fundar við þá fjóra ráðherra sem mynda ríkisfjármálanefnd en þar var ætlunin að slá smiðshöggið á þríhliða samkomulag fulltrúa launþega, atvinnurekenda og ríkisvalds í því skyni að tryggja áframhald kjarasamninga. Uppsögn þeirra vofði yfir þar sem verðbólga síðustu tólf mánaða fór yfir þau mörk sem forsendur kjarasamninga miðuðu við. Samkomulagið gerir ráð fyrir að launþegum verði bætt umframverðbólgan með 26 þúsund króna eingreiðslu strax en síðan 0,65 prósenta viðbótarlaunahækkun 1. janúar 2007. Þá kemur ríkisstjórnin að samkomulagi um hækkun atvinnuleysisbóta þar sem lágmarksbætur fyrstu tíu daga hækka í 96 þúsund krónur. Þá eru atvinnuleysisbætur í fyrsta sinn tekjutengdar þannig að menn fá í allt að þrjá mánuði 70 prósent at tekjum, þó ekki meira en 170 þúsund krónur á mánuði. Þá lýsir ríkisstjórnin því yfir að hún mun koma að samstarfi aðila vinnumarkaðarins og lífeyruissjóða um að leita leiða til að draga úr vaxandi örorkubyrði. Hallór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði að allir væru fegnir þar sem óvissa hefði ríkt undanfarið. Hann sagði að samningurinn skipti miklu máli fyrir áframhaldandi stöðugleika og hann sagði ríkisstjórnina hafa lagt mikið á sig til þess að halda þeim stöðugleika og að ná samningunum. Honum fannst örorkumálin vega þyngst í framlagi ríkisstjórnarinnar og sagði að mikilvægt væri að semja reglur um það. Hann sagði ríkisstjórnina eiga eftir að útfæra það nánar og að nefnd færi í málið. Halldór sagði þetta koma til með að draga úr verðbólgu.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira