Allt kapp lagt á að bjarga kjarasamningum 14. nóvember 2005 20:01 Allt kapp er nú lagt á að bjarga kjarasamningum á vinnumarkaði áður en ögurstund rennur upp á morgun. Fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins stefna á kvöldfund og ríkisstjórnin er tilbúin að funda með aðilum. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins í svokallaðri forsendunefnd mættu upp úr hádegi í höfuðstöðvar Alþýðusambands Íslands til fundar við fulltrúa ASÍ í nefndinni. Þar sem verðbólga síðustu tólf mánaða fór fram úr forsendum kjarasamninga er það þessara manna að ná saman um niðurstöðu sem sættir verkalýðshreyfinguna eigi síðar en á morgun. Að öðrum kosti vofir yfir uppsögn kjarasamninga. Fjórmenningarnir gerðu um tveggja stunda hlé nú síðdegis en komu svo á ný saman nú undir kvöld og fengust þær einu fréttir að það væri verið að funda. Það er ljóst að málið leysist ekki án aðkomu ríkisvaldsins. Aðilar hafa þó ekki fundað með ráðherrum í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi lýst því yfir að hún sé tilbúin að koma að málinu ef aðilar vinnumarkaðarins nái saman. Beðið sé eftir því og hann viti af því að í gangi séu mjög alvarlegar viðræður. Menn hafi verið sæmilega bjartsýnir um það að það náist jákvæð niðurstaða og það sé alveg ljóst að allir hafi lagt mikið á sig til þess. Búist er við að meginaðkoma ríkisvaldsins mun i felast í hækkun á atvinnuleysisbótum, en einnig leggur verkalýðshreyfingin áherslu á þrjú önnur mál gagnvart stjórnvöldum: að fá lög um starfsmannaleigur, aukna fjármuni til starfsmenntunar og að ríkið létti undir lífeyrissjóðum hvað varða örorkubætur. Fortsætisráðherra býst við að funda með aðilum á morgun. Hann segist aðspurður vera bjartsýnn og hann geri sér grein fyrir að það sé mjög mikilvægt að það náist jákvæð niðurstaða og það sé eins með þá sem standi í viðræðunum. Hann hafi trú á því að forsendunefndin leysi málið. Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Allt kapp er nú lagt á að bjarga kjarasamningum á vinnumarkaði áður en ögurstund rennur upp á morgun. Fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins stefna á kvöldfund og ríkisstjórnin er tilbúin að funda með aðilum. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins í svokallaðri forsendunefnd mættu upp úr hádegi í höfuðstöðvar Alþýðusambands Íslands til fundar við fulltrúa ASÍ í nefndinni. Þar sem verðbólga síðustu tólf mánaða fór fram úr forsendum kjarasamninga er það þessara manna að ná saman um niðurstöðu sem sættir verkalýðshreyfinguna eigi síðar en á morgun. Að öðrum kosti vofir yfir uppsögn kjarasamninga. Fjórmenningarnir gerðu um tveggja stunda hlé nú síðdegis en komu svo á ný saman nú undir kvöld og fengust þær einu fréttir að það væri verið að funda. Það er ljóst að málið leysist ekki án aðkomu ríkisvaldsins. Aðilar hafa þó ekki fundað með ráðherrum í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi lýst því yfir að hún sé tilbúin að koma að málinu ef aðilar vinnumarkaðarins nái saman. Beðið sé eftir því og hann viti af því að í gangi séu mjög alvarlegar viðræður. Menn hafi verið sæmilega bjartsýnir um það að það náist jákvæð niðurstaða og það sé alveg ljóst að allir hafi lagt mikið á sig til þess. Búist er við að meginaðkoma ríkisvaldsins mun i felast í hækkun á atvinnuleysisbótum, en einnig leggur verkalýðshreyfingin áherslu á þrjú önnur mál gagnvart stjórnvöldum: að fá lög um starfsmannaleigur, aukna fjármuni til starfsmenntunar og að ríkið létti undir lífeyrissjóðum hvað varða örorkubætur. Fortsætisráðherra býst við að funda með aðilum á morgun. Hann segist aðspurður vera bjartsýnn og hann geri sér grein fyrir að það sé mjög mikilvægt að það náist jákvæð niðurstaða og það sé eins með þá sem standi í viðræðunum. Hann hafi trú á því að forsendunefndin leysi málið.
Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira